is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43001

Titill: 
 • Aflimanir ofan ökkla á Íslandi 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki : aðdragandi og áhættuþættir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Útæðasjúkdómur og/eða sykursýki eru helstu sjúkdómstengdu ástæður aflimana neðri útlima á heimsvísu. Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga fjölda, undirliggjandi áhættuþætti og aðdraganda aflimana ofan ökkla, á Íslandi árin 2010- 2019, vegna þessara sjúkdóma.
  Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn, byggð á sjúkraskrárgögnum allra aflimaðra ofan ökkla á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Útlilokaðir frá frekari vinnslu upplýsinga voru einstaklingar undir 18 ára og fullorðnir aflimaðir vegna annars en ofangreindra sjúkdóma. Tveir tímapunktar voru skoðaðir í aðdraganda aflimunar hvað varðar einkenni, mat á blóðflæði og lyfjanotkun. Annars vegar við fyrstu komu á sjúkrahús vegna blóðþurrðareinkenna og/eða sáramyndunar og hins vegar fyrir síðustu aflimun. Einnig voru skráðar áður framkvæmdar æðaaðgerðir og aflimanir.
  Niðurstöður: Alls voru 167 einstaklingar aflimaðir ofan ökkla á rannsóknartímanum. Þar af voru 134 (meðalaldur 77 ± 11 ár, 93 karlmenn) aflimaðir á grunni sykursýki og/eða útæðasjúkdóms. Með greindan útæðasjúkdóm án sykursýki voru 52%. Aflimunum vegna þessara sjúkdóma fjölgaði úr að meðaltali 4,1/100.000 íbúa fyrir fyrstu fjögur árin í 6,7/100.000 íbúa síðustu fjögur árin (p=0,04). Algengustu áhættuþættir voru háþrýstingur 84% og reykingasaga 69%. Langvinn tvísýn blóðþurrð var í 71% tilfella ástæða fyrstu komu á sjúkrahús, en verkir og sýking helsta ábending síðustu aflimunar. Af 309 æðaaðgerðum voru 66% innæðaaðgerðir en fjórðungur einstaklinganna var aflimaður (n=33) án skráðra æðaaðgerða. Þeir sem höfðu sykursýki voru oftar skráðir á blóðfitulækkandi lyf en þeir sem ekki voru með sykursýki (45:26, p<0.001).
  Ályktun: Sykursýki og/eða útæðasjúkdómur eru helstu ástæður aflimana neðri útlima ofan ökkla á Íslandi. Aflimunum fjölgaði á tímabilinu, en tíðnin er lág í alþjóðlegum samanburði. Í flestum tilfellum eru æðaaðgerðir gerðar áður en til aflimunar kemur. Sykursýki er undirliggjandi í tæpum helmingi tilfella. Möguleg sóknarfæri hvað varðar greiningu og forvarnir eru sérstaklega hjá einstaklingum með útæðasjúkdóm án sykursýki.

 • Introduction: Peripheral arterial disease (PAD) and diabetes mellitus (DM) are the leading disease-related causes for major lower extremity amputation (MLEA) worldwide. No recent studies exist on amputation incidence rate in Iceland. The aim of this study was to investigate MLEA in Iceland 2010-2019 resulting from the aforementioned diseases: number, risk factors and developments leading up to amputation. Material and methods: Retrospective study of clinical records of all patients (>18 years) who had undergone MLEA, in the two main hospitals in Iceland during 2010- 2019. Patients were excluded if MLEA was performed for reasons other than DM and/or PAD. Symptoms, medication and assessment of circulation were recorded from the first hospital visit due to symptoms, and prior to the last MLEA, respectively. Previously performed arterial surgeries and amputations were also recorded. Results: A total of 167 people underwent MLEA. Thereof, 134 ( 77 ± 11 years, 93 men) were amputated due to DM and/or PAD. Non-diabetic patients were 52%. The rate of MLEA due to DM and/or PAD increased from 4.1/100,000 inhabitants in 2010-2013 to 6.7/100,000 in 2016-2019 (p=0,04). The most common risk factors were hypertension, 84%, and smoking, 69%. Chronic limb-threatening ischemia induced 71% of first visits to the hospital, while pain and infection were the main indications for MLEA. A total of 309 revascularisations were performed (66% endovascular) in 101 patients. More patients with DM had statins prescribed than non-diabetic patients (45:26, p<0.001).
  Conclusion: DM and/or PAD are the leading causes of MLEA in Iceland. Amputation rate increased during the period but is low in an international context. Amputation is most often preceded by arterial surgery. DM is present in slightly less than half of cases, which is less than in some other countries. Oppurtunities for improvement lie mainly in the diognosis of, and preventive treatment applied to, non-diabetic individuals with PAD.
  Keywords: Major lower extremity amputation, peripheral arterial disease, diabetes mellitus, intermittent claudication, revascularisation, comorbidities, risk factors, retrospective study, clinical record review.

Styrktaraðili: 
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
  Samtök um sárameðferð á Íslandi (SUMS)
  Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri
Samþykkt: 
 • 14.11.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Sólrúnar Daggar 13.10.pdf1.65 MBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF