Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43006
Almennt er talið að ríkisstyrkir til fiskveiða geti stuðlað að ofveiði og ósjálfbærri auðlindanýtingu. Heildstæðum gögnum um ríkisstyrki til fiskveiða á heimsvísu er ekki til að dreifa. Á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) er unnið að frekari viðbótum við nýundirritaðan samning um bann við skaðlegum ríkisstyrkjum í fiskveiðum. Mikilvægt er að slíkar samningaviðræður, sem einnig tengjast heimsmarkmiði 14.6, byggi á traustum grunni og þekkingu á umfang slíkra styrkja. Í þessari ritgerð er leitað svara við spurningunni: Gefa aðferðir sem notaðar eru við nýjasta mat á umfang ríkisstyrkja til fiskveiða í heiminum og birtar eru í grein Sumaila ofl. á árinu 2019 (Sumaila, Ebrahim, et al., 2019) skilvirkt mat fyrir Ísland? Ísland er notað til að kanna áreiðanleika þessara matsaðferða á umfangi ríkisstyrkja. Fyrir Ísland var metið að ríkisstyrkir til fiskveiða hafi numið 162 milljónum Bandaríkjadala eða 17,6 milljörðum íslenskra króna á árinu 2018, eða um 14% af virði landaðs fiskafla það ár. Einstaka liðir matsins eru greindir, upplýsingar sem íslensk stjórnvöld senda til OECD ásamt upplýsingum úr Ríkisreikningi bornar saman við mat höfunda þar sem við á. Farið er í yfir reikniaðferðir þar sem talið er að gögn vanti, útreikningar greindir og endurteknir fyrir einstaka liði. Niðurstaðan er að 17,6 milljarðar séu líklega ofmat á ríkisstyrkjum til íslenska fiskveiðiflotans á árinu 2018.
It is widely regarded that fisheries subsidies can contribute to overfishing and pose a challenge to sustainable fisheries management. In absence of reliable data on fisheries subsidies worldwide, modelling work quantifying subsidies contributes to a meaningful outcome in the ongoing World Trade Organization negotiations and fulfillment of SDG 14.6. The research question in this thesis is the following; Are the methods used in the latest assessment of fisheries subsidies worldwide by Sumaila et al. (2019) applicable when estimating fisheries subsidies in Iceland? Using Iceland as a case count, this thesis evaluates the appropriateness of the methods resulting estimate of 162 million USD, or around 17,6 billion ISK total in 2018. This is around 14% of landed value of catch by Icelandic vessels in that year. The estimated amount for Iceland is compared with the subsidies that are reported to the OECD and the expenditure for fisheries management in the Icelandic government accounts. The methods used to model “missing” amounts are reconstructed where possible, and the assumptions behind the modeling assessed. The conclusion is that the methodology of the Sumaila et al. (2019) likely overvalues fisheries subsidies in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS thesis Brynh Bened - final 22 aug 2022b.pdf | 801.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
forsida BB_ms rigerd.pdf | 971.1 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |