Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43007
Í gegnum árin hefur mikið verið rætt um fjármál sveitarfélaga á Íslandi. Fjárhagsstaða og fjárhagsstjórnun þeirra varða nefnilega alla landsmenn. Sveitarfélögin sinna mikilvægum málefnum og margs konar verkefnum og veita íbúum sínum hina ýmsu þjónustu. Í þessari ritgerð er skrifað um þau sveitarfélög sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu en sjálf höfuðborgin, Reykjavík, er þó ekki með. Það er hugað að hinum ýmsu þáttum hjá þessum tilteknu sveitarfélögum hvað varðar fjárhag og fjárhagsstjórnun þeirra.
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildu sveitarfélaginu Reykjavík, standi fjárhagslega í samanburði við hvert annað. Það er einnig skoðað hvernig fjárhagsstaða þeirra hefur þróast á undanförnum árum. Til þess að komast að fullnægjandi niðurstöðu þá var notast við gögn úr A- hluta Árbóka sveitarfélaganna. Þar eru bornar saman kennitölur sem gefa mynd af fjárhagsstöðu hvers og eins þeirra.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Kjósarhreppur hefur mikla yfirburði varðandi fjárhagsstöðu í samanburði við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildu sveitarfélaginu Reykjavík. Seltjarnarnesbær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Mosfellsbær eru þau sveitarfélög sem standa verst fjárhagslega og það er verulegur munur á fjárhagsstöðu þeirra þriggja og hinna sveitarfélaganna.
Over the years the local government finances has been the subject in a lot of discussions. The financial position of the municipalities and their financial management concern all citizens. The municipalities manage important subjects and are responsible for providing various services to their residents. This thesis will review the local municipalities and the aspects related to their finances and financial management. The aim of this thesis was to examine how the municipalities in the capital area, with the exception of Reykjavík, compare financially to each other. We also looked at how their financial situation has developed in recent years in comparison to each other. Data was gathered from Árbókum sveitarfélaga from A-part of the financial statements. The municipalites financial ratios were compared to see where they stand financially. The main findings of the study are that Kjósarhreppur has a great advantage in terms of financial status compared to the other municipalities in the capital area, with the exception of Reykjavík. Seltjarnarnesbær, Hafnarfjarðakaupstaður and Mosfellsbær are the municipalities that have the worst financial status and there is a significant difference between the financial situation of them three and the other municipalities.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.pdf | 453.71 kB | Lokaður til...12.08.2037 | Heildartexti | ||
Efnisyfirlit.pdf | 97.57 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildir.pdf | 129.16 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |