is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43009

Titill: 
  • Áhrif ólíkra götumynda á sálfræðilega endurheimt og dálæti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn skoðaði áhrif flækjustigs, umlykingar og gróðurs götumynda á dálæti, fjarveru, hrifningu og sálfræðilega endurheimt með rannsóknir Líndal og Hartig 2013 og 2015 sem fyrirmyndir. Rannsókninni var dreift á netinu þar sem 617 manns svöruðu öllum spurningunum fyrir allavega eina mynd, 58,2% þátttakenda svöruðu öllum spurningunum fyrir tíu myndir. Sex spurningar voru fyrir hverja mynd og ein spurning fyrir hverja sálfræðilega breytu rannsóknarinnar. Það kom í ljós sterk marktæk jákvæð fylgni á milli skynjaðs flækjustigs við dálæti, hrifningu, fjarveru og trú á því að gatan byði upp á sálfræðilega endurheimt. Það fannst sterk marktæk neikvæð fylgni á milli skynjaðrar umlykingar við dálæti, hrifningu, fjarveru og trú á því að gatan byði upp á sálfræðilega endurheimt. Það fannst marktæk jákvæð fylgni í hærra lagi á milli trjáfjölda í götu við dálæti hrifningu, fjarveru og trú á því að gatan byði upp á sálfræðilega endurheimt. Rannsóknarniðurstöður voru í samræmi við fyrri rannsóknir og tilgátur stóðust. Út frá niðurstöðunum er hægt að álykta að fólki líkar betur við götumyndir með meira flækjustig og það eykur trú á því að gatan bjóði upp á sálfræðilega endurheimt, aukinn fjöldi trjáa hefur sömu áhrif. Út frá þessari rannsókn er einnig hægt að álykta að þegar fólk upplifir götumynd umlykjandi er það ólíklegra til þess að líka við hana og trúa því að hún bjóði upp á sálfræðilega endurheimt.

Samþykkt: 
  • 17.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerd Haraldur Runar Einarson 28 jan 2021.pdf528.55 kBLokaður til...17.02.2023HeildartextiPDF
yfirlising.pdf255.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF