is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43010

Titill: 
  • Starfshættir sem stuðla að lýðræði innan leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi lýðræðislegra starfshátta í leikskólum. Leitast verður svara við rannsóknarspurningunni: Hvaða starfshættir stuðla að lýðræði innan leikskólans? Lýðræðisleg umræða í leikskólastarfi hefur aukist undanfarin ár. Greint verður frá hugmyndum Johns Dewey og Loris Malaguzzi o.fl. um lýðræði í skólastarfi. Einnig er farið yfir réttindaskóla UNICEF og Reggio Emilia-leikskóla um hvernig starfinu í slíkum skólum er háttað. Rýnt verður í fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Í niðurstöðum þessara rannsókna má greina að mistúlkun sé á hugtakinu lýðræði í leikskólastarfi. Einnig má álykta að niðurstöðurnar bendi til þess að eigi starfshættir leikskóla að stuðla að lýðræði skuli kennarar og börn beita virkri hlustun, kennarar skuli leyfa börnum að vera frjáls, að vera virkir þátttakendur í ákvarðanatöku sem snertir þau og kennarar þurfi að spyrja spurninga sem hvetja börnin til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Samþykkt: 
  • 17.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1.Silvía lýðræði yfirlesið skemman.pdf536.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing1.pdf167.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF