is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43012

Titill: 
 • „Þessi börn sem mæta aldrei í skólann þau týnast“: Áhrif skólaforðunar á farsæld barna til framtíðar
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Öll börn á aldrinum sex til sextán ára eru skólaskyld. Þrátt fyrir það hefur skólaforðun verið viðloðandi í skólum til lengri tíma. Rannsóknir sýna að skólaforðun er vaxandi vandi í grunnskólum landsins. Þegar börn mæta ekki í skólann til lengri tíma gefur það til kynna að þar liggi að baki einhverjar ástæður. Foreldrar, starfsfólk skólans sem og aðrir sem koma að velferð og farsæld barn þurfa að veita fjarveru barns athygli og taka því alvarlega. Birtingarmyndir skólaforðunar eru ýmsar en koma helst fram í tíðum fjarvistum og erfiðleikum með að vera í skólanum heilan skóladag. Auk þess sem fram koma andleg og líkamleg einkenni hjá börnunum, erfiðleikar í félagslegum aðstæðum og jafnvel félagsleg einangrun. Afleiðingar skólaforðunar geta haft víðtæk og langvarandi áhrif ef ekki er gripið strax inn í vanda barns.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna aðkomu og hlutverk skólafélagsráðgjafa í vinnu með börn sem glíma við skólaforðun. Auk þess að varpa ljósi á möguleg úrræði til að koma í veg fyrir skólaforðun og stuðla þannig að frekari farsæld barna til framtíðar. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hvernig er hægt að koma í veg fyrir skólaforðun?“ og „Hver er upplifun og reynsla skólafélagsráðgjafa af málum barna sem glíma við skólaforðun?“.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að birtingarmyndir skólaforðunar eru margvíslegar og grípa þarf inn í slíkan vanda strax til þess að koma í veg fyrir að vandinn hafi langvarandi áhrif á velferð og farsæld barns. Auk þess sýna niðurstöður að mikill skortur er á úrræðum innan skóla. Niðurstöður benda jafnframt til þess að skólafélagsráðgjafar vinna mikilvæg forvarnarstörf innan skóla.
  Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar varpi ljósi á alvarleika skólaforðunar og mikilvægi skólafélagsráðgjafar þegar kemur að vinnu með börnum og fjölskyldum. Þess er jafnframt vænst að niðurstöðurnar geti nýst skólayfirvöldum í stefnumótun á sviðinu.
  Lykilorð: Skólaforðun, skólafélagsráðgjöf, velferð og farsæld barna.

 • Útdráttur er á ensku

  All children from the age of six to sixteen are obligated to attend school according to the elementary school law. School refusal has been a problem in schools for a long time. Research show that school refusal has been a growing problem in elementary schools in Iceland. When students don’t attend to school for long periods of time it implies that there are some reasons behind it. Parents and school employees and others that play a role in and child welfare and success should pay attention to child’s absence form school and take it seriously. Child with school refusal appears to have a problem to attend to school or to stay at school for a whole school day. Psychological and physical symptoms, social discomfort and social isolation. School refusal can have severe and long lasting consequences if not treated with early intervention. The aim of the research was to explore the role of school social workers with children that struggles with school refusal and also explore what can be done to prevent school refusal from happening contribute to child success for life. The following research questions were answered based on the research results: „How can we prevent school refusal?“ and „what is the school social worker‘s experience and perspective of school refusal?“.
  The research shows that school refusal can be associated with many factors in child’s wellbeing and environment. Research shows that to prevent school refusal it must be treated with early intervention to prevent long lasting effects of non-attendance and school refusal. The research also shows that lack of resources, capital and lack of specialized professionals can affect children’s school attendance and prevent child success.
  The expiation is that the research will draw attention to severeness of school refusal and the importance of school social workers when it comes to working with children and their families. That is also expected that the results of the research can help the school system improve their policy in child welfare and success.
  Key words: School refusal, school social workers, child welfare and success.

Samþykkt: 
 • 24.11.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
23.nóv-lokaskil-Sara Lind.pdf933.74 kBLokaður til...17.02.2023HeildartextiPDF
skemman .pdf1.04 MBLokaðurYfirlýsingPDF