Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43019
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun og reynslu barna foreldra með geðrænan vanda af þátttöku í fjölskyldusmiðjum Okkar heims. Ætlunin er að skoða hvaða upplifun þau hafa af fjölskyldusmiðjunum og hvaða áhrif fjölskyldusmiðjurnar hafa haft á líf þeirra. Verður þetta einnig skoðað út frá sjónarhorni starfsmanna Okkar heims. Rannsókninni er einnig ætlað að kanna reynslu barnanna af opinberum stuðningi og þjónustu. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru sex hálfstöðluð einstaklingsviðtöl, í fyrsta lagi við þrjú börn á aldrinum 11-13 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga foreldri með geðrænan vanda og taka þátt í fjölskyldusmiðjum Okkar heims. Í öðru lagi voru tekin viðtöl við þrjá starfsmenn Okkar heims. Niðurstöður rannsóknarinnar skiptast í þrjú þemu, það fyrsta er áhrif stöðu foreldris á líðan barnanna, annað þemað er reynsla af opinberum stuðningi og þjónustu og það síðasta er upplifun og áhrif fjölskyldusmiðja Okkar heims. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börnin hafi jákvæða upplifun af fjölskyldusmiðjunum, þau lýsi vellíðan og áhuga á áframhaldandi þátttöku í smiðjunum. Þá virðast fjölskyldusmiðjurnar hafa haft jákvæð áhrif á líf barnanna, þau lýsi því að eiga auðveldara með að takast á við erfiðar aðstæður og að tala um tilfinningar sínar. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að skortur sé á þjónustu og stuðningi við þennan hóp barna í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að þau eigi rétt á slíkri þjónustu samkvæmt lögum. Þá sýna niðurstöðurnar að börnin fá almennt lítinn stuðning í skólanum og mörg þeirra greina frá mikilli vanlíðan í skóla.
This study aims to explore children‘s experience of participating in the KidsTime workshops held by Okkar heimur. The goal is to explore their experience of the workshops and their impact on their lives. Furthermore, the aim is to explore the children‘s experience of support they have received elsewhere and their views on such support. This will also be explored from the perspective of the staff of Okkar heimur. Qualitative research methods were used and six semi-structured individual interviews were conducted with three children aged 11-13 with parents with mental health difficulties who have participated in the workshops. Then with three staff members of Okkar heimur. The findings of the research indicate that the children‘s experience of the workshops is positive, they report feeling good in the workshops and that they want to continue participating in them. The workshops seem to have had a positive impact on their lives, they report that they can better cope with difficult circumstances, seek out support and talk more openly about their feelings than before. The findings indicate that the children participating in the workshops have not received any support in the health care system because of their parent's illness despite being entitled to such support by law. Finally, the children seem to receive little support in school, and many report a lack of well-being in school.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAVERKEFNI-Yfirlýsing.pdf | 226,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
elr20_Elín_Meistararannsókn_lokaeintak.pdf | 764,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |