is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4303

Titill: 
  • Íslenska efnahagskreppan: Áhrifin á íslenska fæðingarorlofskerfið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í maí árið 2000 voru samþykkt ný lög á Alþingi um fæðingarorlof foreldra sem urðu til þess að gjörbylta íslenska fæðingarorlofskerfinu. Það sem hefur gert íslenska kerfið einstakt er hversu löng réttindi feðra til fæðingarorlofs eru og einnig að þau réttindi hafa verið greidd að langmestu leyti. Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 varð strax ljóst að ríkisútgjöld yrðu að dragast mikið saman eftir að hafa aukist hratt árin á undan. Fyrir fjárlög ársins 2010 á að skera niður fæðingarorlofsgreiðslur um 1.556 m.kr. og var í því skyni ráðist í tvær sparnaðaraðgerðir af hálfu stjórnvalda. Hin fyrri var að lækka hámarksgreiðslur úr 350 þús. kr. í 300 þús. kr. en hin seinni að lækka tekjuhlutfall úr 80% í 75% fyrir fólk með 200-300 þús. kr. í mánaðartekjur. Í þessari ritgerð verður reynt að segja til um þau áhrif sem sparnaðarleiðir stjórnvalda hafa á fæðingarorlofskerfi Íslendinga og hvort verið sé að fórna góðu kerfi í niðurskurði stjórnvalda árið 2010. Settar eru upp einfaldar útgjaldaspár fyrir útgjöld Fæðingarorlofssjóðs árið 2010 og kannað með næmnigreiningu hver áhrif mismunandi sparnaðarleiða eru á heildarútgjöldin. Gefa niðurstöður vísbendingu um að mögulega séu stjórnvöld að skera meira niður en þarf, sérstaklega þegar horft er til lengri tíma. Neikvæð áhrif breytinganna eru af ýmsum toga en má þar nefna minni atvinnuþáttöku kvenna, lægri frjósemi kvenna og minni nýtingu feðra á fæðingarorlofsréttindum en síðastnefnda atriðið gengur gegn markmiðum íslensku fæðingarorlofslaganna um að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína.

Samþykkt: 
  • 14.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenska efnahagskreppan - Áhrif á fæðingarorlofskerfi Íslendinga - fixed.pdf566.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna