is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4304

Titill: 
  • Starfstengd hvatning: Hvað hvetur fólk áfram í starfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfstengd hvatning er lykilatriði þegar kemur að því að útskýra mun milli manna í framleiðni. Hönnun Íslenska starfshvatningarlistans miðar að því að hanna réttmætt og notendavænt verkfæri sem nota má við stjórnun fyrirtækja. Spurningalistinn er ekki byggður á kenningarlegum grunni heldur eru færð rök fyrir því að hægt sé að mæla starfstengda hvatningu sem viðhorf og þess vegna sé hægt að byggja slíkan lista á mælifræðilegum grunni. Þó má finna stuðning við réttmæti listans með tilvísun í kenningar um starfstengda hvatningu. Hönnun og prófun listans fór fram í tveimur rannsóknum. Fyrri rannsóknin samanstendur af tveimur forprófunum sem miða að því að lýsa próffræðilegum eiginleikum listans. Seinni rannsóknin er raunprófun eða dæmi um hvernig hægt er að nota niðurstöður Íslenska starfshvatningarlistans á hagnýtan hátt. Þrátt fyrir lítið úrtak þessarar rannsóknar, sýna niðurstöður mun milli kynja, aldurshópa, starfsaldurshópa og menntun í starfshvatningu. Niðurstöður gefa einnig til kynna samvirkni þessara breyta á starfstengd hvatningaratriði og hvatningarþætti. Það er ljóst að hægt er að nota niðurstöður Íslenska starfshvatningarlistans til þess að lýsa hópi starfsmanna án þess að ætlunin sé endilega að spá fyrir um eiginleika þýðis. Aftur á móti mætti líklega auka afköst með því að leggja spurningalistann fyrir í stærra úrtaki. Þannig mætti auka líkur á því að hægt sé að segja til um að sá munur sem kemur fram í niðurstöðum sé raunverulegur en ekki bundinn úrtakinu. Á þann hátt mætti sannreyna notagildi mælitækisins frekar á fræðilegum jafnt sem hagnýtum vettvangi.

Samþykkt: 
  • 14.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_ARV5_fixed.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna