is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43042

Titill: 
  • Hún hefur alltaf sagt með stolti „ég á tvær mömmur“: Upplifun og reynsla sís-samkynhneigðra mæðra af barneignarferli þegar maki gengur með barnið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni sem hér fer á eftir er skoðuð upplifun og væntingar sís-samkynhneigðra mæðra af barneignarferli þegar maki gengur með barnið. Niðurstöður sýna að sís-samkynhneigðar mæður sem ganga ekki með barnið upplifa ýmsar áskoranir bæði hvað varðar viðmót í umhverfi sínu og hvernig þær skilgreina sig sem foreldri. Viðfangsefnið hefur ekki mikið verið rannsakað hérlendis svo vitað sé út frá þessari nálgun þar sem sís-samkynhneigðar mæður eru spurðar um upplifun og reynslu þeirra af barneignarferli og viðhorfi umhverfisins til þeirra sem mæðra. Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir út frá þessari og öðrum nálgunum á upplifun sís-samkynhneigðra mæðra sem ekki ganga sjálfar með börn sín. Þar sem þetta er lítið rannsakað viðfangsefni hérlendis er mikilvægi rannsóknarinnar að gefa þessum konum rödd. Leitast var eftir því að fá svör við tveimur rannsókna-spurningunum: „Hver er upplifun og reynsla sís-samkynhneigðra mæðra af barneignarferli þegar maki gengur með barnið?” og „Hver er upplifun sís-samkynhneigðra mæðra af viðhorfum í sínu umhverfi gagnvart sér sem foreldri?” Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta sís-samkynhneigðarkonur sem eignast höfðu barn eða börn með maka sínum sem maki gekk með. Niðurstöður rannsókna sýndu fram á að almennt upplifa sís-samkynhneigðar mæður að þær fái viðurkenningu sem mæður. Breytt laga umhverfi styður við sís samkynhneigðar komur til þess að verða mæður, en þó eru ákveðnir vankantar í stjórnsýslunni sem gera skráningu þeirra sem foreldri flóknari en þörf er á.
    Lykilhugtök: Sís-samkynhneigðar mæður, móðurhlutverk, væntingar, fjölskylda, réttindi samkynhneigðra, tengslamyndun.

  • Útdráttur er á ensku

    This study aims to investigate the experiences and expectations of cis-gendered lesbian mothers, whose partners are carrying the baby, of the gestational period. Results show that cis-gendered lesbian mothers who do not carry the baby face various challenges regarding other people‘s attitude towards them, as well as how they define themselves as parents.
    As far as the author knows, this topic has not been studied much in Iceland using the current method of asking cis-gendered lesbian mothers about their experiences and expectations of the gestational period and attitudes towards them as mothers. This topic has been broached in other countries, using the current method as well as others. Since this is an understudied topic in Iceland, an important aspect of this study is giving these women a platform to voice their opinions and concerns. The current study aims to answer two questions: “How do cis-gendered lesbian mothers who do not carry their baby experience the gestational period?“ and “How do cis-gendered lesbian mothers who do not carry their baby experience attitudes towards them?“ This is a qualitative study where eight cis-gendered lesbian mothers who have had a child or children with their partner, where the partner carried the baby or babies. The results show that in general, cis-gendered lesbian mothers feel valued as mothers by society. An amended legal environment supports cis-gendered lesbian women‘s journey to motherhood, but certain administrative flaws result in an unnecessarily complex process when registering as a parent.
    Key words: cis-gendered lesbian mothers, motherhood, expectations, family, LGBTQIA+ rights/gay rights, attachment.

Samþykkt: 
  • 29.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-Skemma.pdf51.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Vala Ósk _MA 2022.pdf716.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna