Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43045
Rannsóknir hafa leitt í ljós að samfélagsmiðlar hafa skapað sér sess sem mikilvægur þáttur í félagslegum þroska margra unglinga. Samfélagsmiðlar hafa bæði skapað ný tækifæri til félagslegrar þátttöku sem og nýjar hættur sem gætu ógnað félagslegum þroska og andlegri líðan þeirra. Þrátt fyrir að rannsóknum um hlutverk samfélagsmiðla í félagslegu umhverfi unglinga hafi farið fjölgandi á síðastliðnum árum hafa engar eigindlegar rannsóknir verið gerðar um viðfangsefnið hér á landi .
Þessi ritgerð er lokaverkefni til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginmarkmið hennar var að kanna upplifun og reynslu unglinga á samfélagsmiðlum sem og að fanga upplifun unglinga gagnvart núverandi forvarnarfræðslu um örugga samfélagsmiðlanotkun. Þátttakendur voru unglingar í 10. bekk á grunnskólastigi í íslenskum grunnskólum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru fimm hálfstöðluð viðtöl tekin.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að margt sé líkt í upplifun og reynslu unglinga á samfélagsmiðlum. Hins vegar eru félagslegir og einstaklingsbundnir þættir til staðar sem gera upplifun og reynslu unglinga á samfélagsmiðlum mun persónulegri þegar samspil þeirra þátta eru skoðaðir. Niðurstöður sýna jafnframt að félagslegur samanburður er áberandi meðal margra unglinga á samfélagsmiðlum sem getur annað hvort haft jákvæð eða neikvæð áhrif á andlega líðan og sjálfsmynd unglinga. Að auki sýna niðurstöður að brýnt sé að bregðast við og auka fræðslu með tilliti til þeirra áhrifa sem félagslegur samanburður getur haft bæði á sjálfsmynd unglinga og þá menningu sem virðist vera að skapast meðal unglinga þar sem félagsleg staða þeirra virðist vera metin út frá fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum.
Studies have shown that social media established their place as an important factor in social growth among many adolescents. Social media has both introduced new opportunities for social participation as well as new risks that could threaten their social growth and mental wellbeing. Though there has been an increase in research about this topic in the past years, have no qualitative research been done about the topic in Iceland.
This thesis is a final project for an MA degree in social work at the University of Iceland. The thesis main focus was to capture how adolescents experience social media as-well to capture their attitude towards current preventive lectures about safe social media use. The participants in this study are adolescents in the 10th. grade in the icelandic elementary school system. Qualitative research methods were used to gather data from five semi-constructed interviews.
The study revealed that adolescents have many similar experiences through social media. There are however social and individuals factors at play that make the experience on social media among adolescents a lot more personal when the interplay of those factors are examined. The study also reveals that social comparison through social media is conspicuous among many adolescents that can either have positive or negative effects on adolescent mental health and social growth. The study also shows a dire need for preventive lectures to take action and offer more lectures about how social comparison through social media could threaten the self image and mental wellbeing as well the tendency among many adolescents to judge their social status based on their follower count on social media.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA Hákon lokaskil.pdf | 570.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Skemman.pdf | 148.74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |