Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43059
Í þessari ritgerð voru jafnréttisáætlanir 45 fyrirtækja skoðaðar. Jafnréttisáætlanir hafa verið lagaleg skylda fyrirtækja og stofnana frá síðustu aldamótum en þær hafa ekki alltaf verið í sviðsljósinu. Árið 2018 voru ný lög sett varðandi jafnlaunavottun og Jafnréttisstofa samþættir skyldu fyrirtækja til þess að skila jafnréttisáætlunum við þá lagasetningu og nú geta fyrirtæki og stofnanir ekki hlotið jafnlaunavottun nema með samþykktri jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlanir falla engu að síður að einhverju leyti í skugga jafnlaunavottunarinnar.
Jafnréttisáætlanir eiga að viðhalda eða skapa jafnrétti á vinnumarkaði, en hvernig eiga þær að gera það, og gera þær það? Jafnréttisáætlanir eru ólíkar og skapa ólíkar útkomur og áhrif og það er mikilvægt að fylgjast með þeim til þess að sjá hvort þær séu að skila tilætluðum árangri og ef þær gera það ekki, aðlaga þær og breyta samkvæmt niðurstöðum fyrri aðgerða. Þessi rannsókn skoðar jafnréttisáætlanir og hvað þeim er ætlað að gera. Eigindleg innihaldsgreining var notuð til þess að skoða hvað íslenskar jafnréttisáætlanir innihalda og hvernig þær eru útfærðar til þess að hægt væri að leggja mat á hvort innihald þeirra beinist að kerfisbundnum breytingum eða eingöngu að því að uppfylla lagalega skyldu.
Niðurstöður benda til þess að jafnréttisáætlanir fyrirtækja á Íslandi séu meira skjöl til að uppfylla lagaskyldu en tól til kerfisbundinna breytinga. Jafnréttisáætlanirnar sem hér voru skoðaðar innihalda að mestu markmið og aðgerðir, af ólíkum gæðum, og tilvísanir eða umorðun á lögum og reglugerðum. Jafnréttisáætlanir í sinni núverandi mynd eru ekki að sýna fram á þær breytingar sem þeim var ætlað að hafa. Mikilvægar úrbætur þurfa að eiga stað svo jafnréttisáætlanir geti skilað þeim útkomum og afleiðingum sem vonast er til af þeim. Einnig þarf að skoða hver beri ábyrgð á þeim úrbótum sem verða að eiga sér stað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð - Erla Hrönn.pdf | 1,3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaferkefna.pdf | 843,74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |