is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43069

Titill: 
  • Ósýnilegar hindranir: Upplifun einstaklinga af erlendum uppruna á fordómum á íslenskum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða og mæla upplifun einstaklinga af erlendum uppruna á fordómum á íslenskum vinnumarkaði. Skoðað er hvernig einstaklingar upplifa hugtakið mismunun sem skilgreint hefur verið sem meðvituð ákvörðun um að sneiða fram hjá ákveðnum einstaklingum og/eða hópum í samfélaginu. Samkvæmt fyrri rannsóknum má sjá og gera ráð fyrir ólíkri upplifun eftir því hver uppruni einstaklinga er og hvers konar erlenda eiginleika þeir bera, þ.e.a.s. erlent nafn, erlend útlitseinkenni og/eða erlendan hreim.
    Upplifun einstaklinga á fordómum hefur ekki verið mikið rannsökuð og því gefur þessi rannsókn ákveðið vísindalegt gildi sem nýjung á þessu viðfangsefni. Rannsókn þessi er megindleg rannsókn á þann hátt að safnað var gögnum í formi spurningakönnunnar með svokölluðu hentugleikaúrtaki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einstaklingar af erlendum uppruna finna fyrir fordómum á íslenskum vinnumarkaði og upplifa sem þeir eigi ekki jöfn tækifæri. Þeir einstaklingar sem bera nöfn og/eða útlitseinkenni sem gefa vísbendingar um erlendan uppruna upplifa meiri fordóma en þeir sem gera það ekki.

Samþykkt: 
  • 23.12.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Monika Jovisic MSc ritgerð.pdf700.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma yfirlýsing.pdf581.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF