is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43073

Titill: 
  • Valkvæði kolefnismarkaðurinn og staða hans á Íslandi. M.a. í ljósi reglna um markaðstengdar aðgerðir Parísarsamningsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árangursríkur kolefnismarkaður á Íslandi getur verið framlag til loftslagsmála og aðstoðað Ísland við að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Það getur þó verið vandasamt að haga málum þannig að valkvæði kolefnismarkaðurinn og kolefnisjöfnun skili aukalegum samdrætti á losun eða fjarlægingu koldíoxíðs úr andrúmsloftinu. Þess vegna gæti aðkoma ríkisvaldsins verið nauðsynleg. Í ritgerðinni er leitað svara við því hvaða þættir hafa áhrif á gæði kolefniseininga og hvaða úrbætur löggjafinn og framkvæmdavaldið geta ráðist í til að tryggja árangur kolefnisjöfnunar. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um loftslagsrétt, stjórntæki í loftslagsmálum og þátttakendur á valkvæða kolefnismarkaðinum. Einnig er fjallað um grundvallarþætti kolefnisjöfnunar eins og aðferðafræði (e. methodology), grunnlínu (e. baseline) og viðbótaráhrif (e. additionality) og alþjóðleg kolefnisjöfnunarkerfi eins og loftslagsvæn þróunarverkefni, markaðstengdar aðgerðir Parísarsamningsins og CORSIA. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um kolefnismarkaðinn á Íslandi og lagaleg álitaefni tengd kolefniseiningum og viðskiptum með þær. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að vandasamt getur verið að láta kolefnisjöfnun vera árangursríka aðferð í baráttunni við loftslagsvandann. Þess vegna væri æskilegt að setja lög sem áskilja lágmarksgæði kolefniseininga. Þátttaka í markaðstengdum aðgerðum Parísarsamningsins getur einnig verið leið í átt að árangursríkum kolefnismarkaði á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 3.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna..pdf639.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Valkvæði kolefnismarkaðurinn og staða hans á Íslandi. Lokaútgáfa..pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna