is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43078

Titill: 
  • Gróðurframvinda við ystu jökulgarða Breiðamerkurjökuls frá 1890
  • Titill er á ensku egetation sucession by the outermost glacier moraines of Breiðamerkurjökull glacier from 1890
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jökulsandar eru landsvæði sem henta vel til rannsókna á gróðurframvindu en það eru landsvæði sem áður voru hulin jökli. Út frá ýmsum landformum, líkt og jökulgörðum, er hægt að staðsetja upphaf gróðurframvindu á mismunandi svæðum innan jökulsanda í tíma nokkuð nákvæmlega. Sömuleiðis eru jökulsandar frumframvindusvæði, þ.e. svæði sem byrja á algjörum upphafsstað í gróðurframvindu sem gerir rannsóknir á þessum svæðum afar áhugaverðar. Í þessari rannsókn var leitast við að athuga hvort finna mætti mun á gróðurfari meðfram ystu jökulgörðum Breiðamerkurjökuls frá 1890 frá vestri til austurs. Þar sem Breiðamerkurjökull hopaði síðast af svæðinu fyrir miðjum sandi, eða í kringum 1930, var áhugavert að kanna hvort það u.þ.b. 40 ára forskot vestur- og austursvæðisins í gróðurframvindu væri enn greinilegt í dag. Gróður var rannsakaður á þremur svæðum, vestan í sandinum, fyrir miðjum sandi og austan í sandinum. Snið voru lögð út á hverju svæði og við staðsetningu þeirra var leitast við að landslag og jarðvegseiginleikar skv. sjónrænu mati væru sem sambærilegastir milli svæða. Gróðurþekja og tegundafjölbreytni var skoðuð á hverju sniði fyrir sig og borin saman á milli svæða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einhver munur sé milli svæðanna þriggja gróðurfarslega séð, þó er ekki hægt að staðfesta að svæðið fyrir miðju sandsins sé komið skemur á veg en hin í gróðurframvindu. Ýmsir aðrir þættir en tími frá hopun jökuls geta einnig haft áhrif á gróðurframvindu og þó munur á jarðvegseiginleikum hafi ekki komið í ljós með sjónrænu mati gætu mælingar á þeim gefið betri skýringar á gróðurfarslegum breytileika milli svæðanna.

Samþykkt: 
  • 3.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gróðurframvinda_við_ystu_jökulgarða_Breiðamerkurjökuls_frá_1890.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna