is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43079

Titill: 
  • Titill er á ensku Assessing the validity of FOCUS-ÍS: A parent report questionnaire of functional communication development of 4-year-old children
  • Mat á réttmæti FOCUS-ÍS: Svör foreldra um málnotkun eigin barna á aldrinum 4;0-4;11
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Speech-language pathologists (SLPs) need to assess children’s skills in three domains of language: content, form, and use. In Iceland, there is a shortage of assessment tools that SLPs can use to evaluate language use, which includes children’s social communication skills or how they use their communication to participate with others. This study examines the psychometric properties of an assessment tool which might address this need, Focus on Communication in Children under Six (FOCUS; Thomas-Stonell, Oddson, et al., 2012b) in the Icelandic context (FOCUS-ÍS; Thomas-Stonell, Oddson, et al., 2012a). The FOCUS is questionnaire in which parents describe their child’s ability to participate in social communication activities in their everyday life. The FOCUS items are also aligned with the International Classification of Functioning, Disability and Health for Children and Youth (ICF-CY; WHO, 2001; 2007).
    Aim: This thesis examines key psychometric properties of the FOCUS-ÍS for monolingual Icelandic-speaking children aged 4;0-4;11.
    Method: Children’s scores on a number of questionnaires and tests (N = 120; FOCUS-ÍS, Strength and Difficulties Questionnaire [SDQ], Intelligibility in Context Scale [ICS], and Children’s Communication Checklist-2 [CCC-2]) routinely used in Iceland were compared to FOCUS-ÍS total, profile scores and subscale scores to examine internal reliability, construct validity, and more specifically whether or not the FOCUS-ÍS demonstrated convergent or divergent validity compared to a direct assessment measure using a standardised developmental language test (Málfærni eldri leikskólabarna [MELB]). Relationships between the FOCUS-ÍS total score and subtest scores and other tests/questionnaires were computed.
    Results: The FOCUS-ÍS had high internal reliability for total score and subtest scores. There were significant correlations between the two FOCUS-ÍS subscales (Body Structure, Activities and Participation) and the CCC-2, SDQ, ICS, and MELB, showing construct validity. A significant, strong correlation was found between MELB and FOCUS-ÍS, demonstrating convergent validity between these measurements.
    Conclusion: The FOCUS-ÍS shows high internal reliability, evidence of construct validity and convergent validity for FOCUS-ÍS total and profile scores for the participant group examined. These results suggest the FOCUS-ÍS is a reliable tool with strong psychometric properties for use with children aged 4;0-4;11. Further investigation of the FOCUS-ÍS is needed for a broader range of ages, fulfilling the full age group of children that the FOCUS is intended to assess (1;6-5;11). The FOCUS-ÍS is a reliable tool for Icelandic SLPs to use for examining functional communication behaviour of children aged 4;0-4;11. Examining the validity and reliability of translated assessments is essential to ensuring the provision of high-quality and evidence-based services.

  • Inngangur: Mikilvægt er að talmeinafræðingar hafi aðgang að viðeigandi matstækjum svo unnt sé að leggja mat á allar þrjár grunnstoðir tungumálsins: form, innihald og notkun. Á Íslandi er skortur á matstækjum sem meta notkun tungumálsins og þá um leið, félagslega samskiptafærni barna. Þessi rannsókn kannar próffræðilega eiginleika matslista sem gerir talmeinafræðingum kleift að leggja mat á þriðju grunnstoð tungumálsins, notkun. FOCUS-ÍS er íslensk þýðing á matstæki sem er kanadískur að uppruna, Focus on Communication in Children under Six (FOCUS; Thomas-Stonell, Oddson, et al., 2012a; Thomas-Stonell, Oddson, et al., 2012b). Prófatriði FOCUS-ÍS eru byggð á alþjóðlegu flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu fyrir börn og ungmenni (ICF-CY; WHO, 2001; 2007).
    Markmið: Í þessari rannsókn er til skoðunar matslisti sem gerir talmeinafræðingum kleift að leggja mat á þriðju grunnstoð tungumálsins, notkun. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna próffræðilega eiginleika FOCUS-ÍS listans sem matstæki fyrir íslensk, eintyngd börn á aldrinum 4;0-4;11.
    Aðferð: Eftirfarandi próf voru lögð fyrir foreldra barna á aldrinum 4;0-4;11 ára (n = 120): FOCUS-ÍS, Spurningar um styrk og vanda (SDQ), Kvarðinn Skilningur á tali í samhengi (ICS) og Children‘s Communication Checklist-2 (CCC-2). Niðurstöður prófana voru borin saman við heildarstigafjölda, undirpróf og undirkvarða til þess að kanna innri áreiðanleika og hutakaréttmæti FOCUS-ÍS matslistans. Samband málþroskaprófsins Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) og FOCUS-ÍS var kannað til þess að meta hvort FOCUS-ÍS sýndi samleitniréttmæti eða aðgreiningarréttmæti við MELB. Samband heildarstigafjölda FOCUS-ÍS listans og kvarðana tveggja (líkamsstarfsemi/líkamsbygging og umhverfi/þátttaka) var rannsakað.
    Niðurstöður: FOCUS-ÍS hefur háan innri áreiðanleika fyrir heildarstigafjölda og undirkvarðana tvo, líkamsstarfsemi/líkamsbyggingu og kvarða fyrir umhverfi/þátttöku. Marktæk fylgni var milli FOCUS-ÍS undirkvarða (líkamsstarfsemi/líkamsbygging og umhverfi/þátttaka) og prófatriða á CCC-2, SDQ, ICS og MELB sem sýnir fram á hugtakaréttmæti FOCUS-ÍS matslistans. Sterk, marktæk fylgni milli MELB og FOCUS-ÍS sýnir fram á samleitniréttmæti milli matstækjanna.
    Umræður: FOCUS-ÍS listinn (heildarstigafjöldi og kvarðarnir tveir: líkamsstarfsemi/líkamsbygging og umhverfi þátttaka) býr yfir háum innri áreiðanleika, hugtakaréttmæti og samleitniréttmæti við málþroskaprófið MELB. FOCUS-ÍS er áreiðanlegt matstæki með sterkum próffræðilegum eiginleikum fyrir börn á aldrinum 4;0-4;11. Þörf er á frekari rannsóknum á FOCUS-ÍS listanum til þess að auka það aldursbil enn frekar svo unnt sé að nýta FOCUS-ÍS matslistann fyrir það aldursbil sem hann var upprunalega hannaður fyrir (1;6-5;11).
    Ályktanir: FOCUS-ÍS matslistinn er áreiðanlegt matstæki fyrir talmeinafræðinga til þess að meta félagslega samskiptafærni barna á aldrinum 4;0-4;11 ára. Athugun á áreiðanleika og réttmæti matstækja er nauðsynleg til þess að tryggja að sú þjónusta sem veitt er sé byggð á gagnreyndum aðferðafræðum og gæði þjónustu.

Samþykkt: 
  • 4.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Osp_Vilberg_MSc_Thesis.pdf2,43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Osp_Vilberg_Baldursdottir2022.pdf274,48 kBLokaðurYfirlýsingPDF