is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43087

Titill: 
  • Þanþol kvenleikans. Konur á vöktum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum söguna hafa hugmyndir samfélagsins um hlutverk kynjanna tekið talsverðum breytingum. Markmið ritgerðar þessarar er að kanna hvort hugmyndir um kvenleika hafi tekið meiri breytingum heldur en hugmyndir um karlmennsku og hvort og þá hvernig samfélagslegar aðstæður spila þar inn í. Afleiðingar kórónuveirufaraldursins hafa varpað ljósi á ójafna skiptingu hlutverka kynjanna innan veggja heimilisins og einnig haft áhrif á stöðuna á atvinnumarkaði. Með aukinni meðvitund um ójafnt álag hafa augu opnast fyrir vandamálum sem mögulega hafa alltaf verið til staðar en kannski vantað umfjöllun eða hreinlega heiti. Þetta speglast til dæmis í aukinni meðvitund um þriðju vaktina sem hefur fengið talsvert pláss í umræðunni nýlega. Í kjölfar samfélagslegra breytinga og aukinna kvenréttinda hafa konur markað sér meira pláss á opinberu sviði samfélagsins, svo sem innan menntastofnana og á vinnumarkaði. Áður einskorðuðust hugmyndir um hlutverk þeirra við heimilið og uppeldi barna og voru þannig takmarkaðar við einkasviðið. Valdastrúktúrar, svo sem kynjakerfið, gefa þó ekki auðveldlega eftir og gera sitt besta til að viðhalda undirskipun kvenna sem endurspeglast til að mynda í stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Samþykkt: 
  • 5.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI.pdf266,36 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA ritgerð feb23 loka.pdf386,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna