is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43107

Titill: 
  • Reynsla og viðhorf starfsmanna geðdeilda Landspítala til reglubundinnar eftirlits- og sjálfsvígsgátar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Gát er notuð til að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir atvik á geðdeildum svo sem munnlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, strok, sjálfsskaða, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Ein tegund gátar er reglubundin gát á 5-15 mínútna fresti. Rannsóknir sýna að misbrestur á framfylgd gátar getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og alvarlega sjálfsskaða og sjálfsvíg. Skortur á mönnun og viðhorf starfsmanna og sjúklinga til gátar getur truflað framkvæmd gátar. Gátarfyrirkomulagi á geðdeild Landspítala var breytt árið 2019 í kjölfar tveggja sjálfsvíga og gát var skipt í eftirlits- og sjálfsvígsgát. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á framfylgd gátar og lítið er vitað um framkvæmd gátar á geðsviði Landspítala. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna reynslu og viðhorf starfsfólks til framfylgdar reglubundinnar gátar og hvaða þættir hafa áhrif á hana. Túlkunarfræðilegri aðferð var beitt og gagna aflað með rýnihópum. Fimmtán starfsmenn tóku þátt, níu karlar og sex konur. Meðalaldur var 38,3 ár og meðalstarfsaldur 7,16 ár. Forsendur fyrir þátttöku voru eins árs starfsreynsla og 50% starfshlutfall. Reynsla þátttakenda var sú að gátin væri yfirleitt gerð reglulega og drægi úr atvikum. Einnig að stundum væri það hugboð starfsfólks sem kæmi í veg fyrir þau. Gátin gat þó farið úrskeiðis vegna skipulagsleysis, ofnotkunar, rangrar notkunar eða vöntunar á gátarblöðum/vaktara og vantrausts milli fagstétta. Þættir sem höfðu áhrif á framfylgd gátar voru: umhverfisþættir, sérstaklega á nóttunni, óhentug staðsetning gátarblaða/vaktara, samskiptaleysi milli starfsfólks og léleg mönnun. Togstreita gat myndast milli starfsfólks og sjúklinga og starfsfólk gat misst stjórn á kringumstæðum. Gátarblöð virðast bæta framfylgd gátar og sjálfsvígsgátin er öruggari en eftirlitsgátin. Gera þarf úrbætur á umhverfi geðdeilda til að auðvelda framkvæmd gátar. Bæta þarf mönnun til að tryggja öryggi sjúklinga.

  • Observation is used to respond to and try to prevent conflict behaviour on psychiatric wards such as verbal, physical and sexual violation, absconding, self-injury, suicide attempts and suicide. One type of observation is intermittent observation at 5-15 minute intervals. Research has shown that failure in implementing observation can cause serious self-harm and suicide. Staff shortages and attitude of staff and patients towards observation can disturb implementation of observation. Observation protocols in psychiatric wards at Landspítali University Hospital were reformed in 2019 following two suicides and the observations were divided into supervision- and suicide observation. Literature is sparse on the implementation of observation and little is known about implementation of observation in psychiatric wards at Landspítali University Hospital. Therefore, the aim of this study was to explore the experience and attitudes of staff towards how intermittent observation is implemented and what factors influence it. Hermeneutic methodology was used and data gathered with focus groups. Fifteen staff members participated, nine males and six females. Mean age was 38,3 years and mean seniority was 7,16 years. The criteria for participation was one year working experience and 50% employment. Experience of staff was that the observations were usually implemented regularly and reduced conflict behaviour. Also that sometimes staffs intuition prevented it. The observation could fail because of disorganization, overuse, incorrect use or missing observation sheets/monitoring and mistrust between professionals. Factors that influenced implementation of observation were: environmental factors, especially at night, unsuitable location of observation sheets/monitoring, lack of communication between staff and staff shortages. Tension between staff and patients could occur and sometimes staff members lose control of the circumstances. Observation sheets seem to improve implementation of observation and the suicide observation is safer than the supervision observation. Improvements need to be made to the environment of psychiatric wards to facilitate the implementation of observation. Staffing needs to be improved to ensure safety of the patients.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga
Samþykkt: 
  • 6.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía yfirlýsing.pdf44.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF
18.2.2023.Reynsla og viðhorf starfsmanna Landspítala til reglubundinnar eftirlits- og sjálfsvígsgátar_Ólafía_Daníelsdóttir.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna