is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43117

Titill: 
  • Áhrif fjárfesta á fyrstu kaupendur á húsnæðismarkaði og möguleg úrræði stjórnvalda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort fjárfestar hafi áhrif á innkomu fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaðinn, eins og umræðan hefur gefið í skyn. Hérlendis ríkir svokölluð séreignarstefna í húsnæðismálum og hefur leigumarkaðurinn verið talinn óöruggur valkostur fyrir einstaklinga. Leigumarkaðurinn hefur að mestu samanstaðið af íbúðum sem eru í einkaeigu og eru þær leigðar út í hagnaðarskyni. Þessi ritgerð spyr að því hvaða áhrif það hafi á húsnæðismarkað ef sett væri stefna til að minnka hagnað og eftirspurn fjárfesta. Tekið er til skoðunar alla þá þætti sem hafa áhrif á niðurstöðuna á bæði húsnæðismarkaði og leigumarkaði.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað almennt um húsnæðismarkaðinn. Einnig er kannað hvernig þróun fjárfesta og fyrstu kaupenda hefur verið á undanförnum árum. Farið er yfir hvernig kaup á húsnæði er háttað og hver stuðningur stjórnvalda er fyrir fyrstu kaupendur. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru könnuð áhrif þess ef sett er leiguþak og takmörkun á húsnæðiskaup fyrstu kaupenda, fjárfesta og hver heildaráhrifin væru. Gert er grein fyrir þeim áhrifum þar sem leiguþak er sett á svo að leigugreiðslur þróist ekki í takt við almennt verðlag. Niðurstaðan gefur í ljós að leiguþak hefur töluverð áhrif á leigumarkaðinn og mun mynda velferðartap. Því næst eru könnuð þau áhrif sem takmarkanir á húsnæðiskaupum hafa í för með sér, þar sem takmarkanir eru settar á hve margar fasteignir einstaklingar mega eiga. Takmarkanir á húsnæðiskaupum hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn og mynda einnig velferðartap. Könnuð verða áhrif sambærilegra stefna sem hafa verið sett á í öðrum löndum. Að lokum er sett fram sú tillaga að til að ná fram heilbrigðum húsnæðis- og leigumarkaði er nauðsynlegt að aðlaga markaðinn frá framboðshliðinni.

Samþykkt: 
  • 9.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf204.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF