is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4312

Titill: 
 • Könnun möguleika á opnun veitingareksturs í Danmörku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari mun höfundur kanna möguleika á því að rekstur veitingastaðar með íslensku ívafi, þá helst hvað varðar hráefni, geti gengið í Kaupmannahöfn. Ástæða þess að umræddur möguleiki var kannaður nánar er sú að ekki eru til neinar upplýsingar varðandi hversu móttækilegir Danir eru fyrir íslenskum veitingastað. Þó svo að nokkrir aðilar hafi farið út í bar- og kaffihúsarekstur með ágætum árangri eru ekki til upplýsingar um hvort að veitingastaður í fínni geiranum gæti virkað. Miðað við hversu vel öðrum rekstraraðilum í Danmörku hefur gengið er vert að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir rekstri sem þessum.
  Í köflunum er farið ítarlega í alla þá liði sem þarf að skoða og það rekstrarform sem lagt er upp með skoðað ítarlega.
  Verður farið yfir þau mismunandi rekstrarform sem í boði eru fyrir þá sem hyggja á veitingarekstur í öðru landi. Sérleyfi, sameiginlegt félag, samruni og yfirtaka og stofnun nýs reksturs eru þau form sem gerð verða skil og þannig hægt að sjá hvað hentar einum betur en annað.
  Upplýsingum um þá rekstra sem hafa verið í gangi ytra eru teknar saman og listi yfir það birtur. Matarmenning í hvoru landi fyrir sig er skoðuð og líkindin þar á milli könnuð.
  Farið er ítarlega yfir hverju þarf að huga að leyfislega séð, hvaða leyfi þarf að sækja um til að hefja rekstur og hvað þarf almennt að gera áður en rekstur hefst.
  Hugað er að íslenskum afurðum, farið yfir þær í köflum og kannað hvort hagkvæmt væri að standa að útflutningi á þeim.
  Loks er farið yfir sjálfan reksturinn sem lagt er upp með. Farið er yfir alla kostnaðarliði; húsaleigu, hráefniskostnað og allan þann kostnað sem fylgir því að hefja nýjan rekstur. Auk þess er prufumatseðill og kostnaður á honum tekinn sem dæmi. Eigindleg viðtöl við mögulegan kúnnahóp varpa svo ljósi á hvað fólki finnst almennt um slíkan rekstur. Síðan eru rekstrartölurnar; lögð eru upp tvö mismunandi dæmi um möguleika á því sem að gestir myndu versla og þau skoðuð með tilliti til kostnaðar og innkomu.
  Að lokum verða niðurstöður þessarar ritgerðar kynntar.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til janúar 2014
Samþykkt: 
 • 14.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_endanlegx_fixed.pdf374.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna