is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43138

Titill: 
  • Hernaður og Hollywood: Stríðskvikmyndir sem valdatól Bandaríkjanna
  • Titill er á ensku War and Hollywood: War films as a power tool of the United States
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að sambandi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu Bandaríkjanna við Hollywood. Stofnanirnar eiga sér báðar langa sögu af samvinnu við kvikmyndaiðnaðinn. Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustunni þjónar samvinnan þeim tilgangi að sjá til þess að bandaríski herinn og leyniþjónustan séu sýnd á réttan, nákvæman, og upplýsandi hátt í kvikmyndum til þess að stuðla að skilningi almennings á störfum stofnananna. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að markmiðið með samvinnunni sé ekki aðeins að sjá til þess að bandaríski herinn og leyniþjónustan séu sýnd á nákvæman hátt heldur einnig á jákvæðan og aðlaðandi hátt. Til þess að útskýra sambandið er fræðirammi mjúks valds notaður. Mjúkt vald nýtist til þess að útskýra hvernig menningarlegar uppsprettur valds nýtast til þess að auka aðdráttarafl ríkja. Mjúkt vald gerir ríkjum kleift að laða önnur ríki að sínum markmiðum frekar en að þvinga þau til að fara eftir vilja sínum. Einnig er fjallað um samspil mjúks valds og harðs valds. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig stríðskvikmyndir, sem menningarleg uppspretta mjúks valds, nýtast bæði til þess að auka mjúkt vald Bandaríkjanna og styrkja hart vald þeirra. Til þess að greina sambandið nánar eru þrjár kvikmyndir sem fjalla um Stríðið gegn hryðjuverkum greindar til þess að skoða hvernig bandarískur her og bandarískar hernaðaraðgerðir eru birtar í kvikmyndum. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að tilgangurinn með samvinnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu Bandaríkjanna við framleiðslu stríðsmynda er að skapa jákvæða og aðlaðandi ímynd gagnvart bandarískum hernaði sem styrkir bæði mjúkt og hart vald Bandaríkjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis studies the relationship between the United States Department of Defense and the Central Intelligence Agency and Hollywood. The DoD and CIA have a long history of cooperation with the film industry. According to the DoD and CIA, the purpose of this cooperation is to ensure that the U.S. Military and the CIA are depicted accurately in film to promote the public’s understanding of the Military and CIA. In this thesis it is argued that the purpose of the cooperation with the film industry is not only to ensure an accurate depiction of the U.S. Military and the CIA, but also to ensure a positive and attractive depiction in film. The concept of soft power is used to explain this relationship. The concept of soft power explains how cultural resources of power can be used to increase a state’s attraction. Soft power allows states to attract others to their goals rather than coerce them. The interplay between soft power and hard power is also discussed. This thesis discusses how war films, as a cultural resource of soft power, can both increase the United States’ soft power as well as its hard power. To explore this relationship further, three films that depict the War on Terror are analysed to see how the U.S. Military and the Military’s operations are depicted in film. The conclusion of this thesis is that the purpose of the cooperation between the DoD and the CIA with Hollywood in producing war films is to promote a positive and attractive image of the U.S. Military and the CIA, which increases both the United States’ soft and hard power.

Samþykkt: 
  • 10.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hernaður og Hollywood_Emilia_Osk_Svavarsdottir.pdf465.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-yfirlysing_skrifad_undir.pdf623.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF