Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4314
Ritgerðin fjallar um málflutning forystumanna Sjálfstæðisflokksins um Ísland og samrunaþróun Evrópu frá því árið 1989 þegar viðræður hófust um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og fram til ársins 2009 þegar umsókn um inngöngu í Evrópusambandið var lögð fram í fyrsta sinn af Íslands hálfu. Markmiðið er að varpa ljósi á málflutning forystumannanna, hvernig hann þróaðist og leggja mat á það hvað hafi stuðlað að þeirri þróun. Áherslan er einkum lögð á þá einstaklinga sem gegndu annað hvort embætti formanns eða varaformanns Sjálfstæðisflokksins og höfðu sig í frammi í umræðum um Evrópumál en einnig þá einstaklinga í forystusveit flokksins sem sérstaklega létu sig þessi mál varða. Reynt er að sýna fram á að það sem hafi ekki síður stuðlað að aukinni andstöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins við inngöngu í Evrópusambandið en áherslur á fullveldi og sjálfstæði Íslands hafi verið þróun sambandsins í átt til aukinnar miðstýringar og samruna sem ekki hafi samrýmst hugmyndum um t.a.m. takmörkuð ríkisafskipti, minni miðstýringu og skriffinnsku og frelsi í viðskiptum. Sýna má fram á að aukin andstaða hjá forystumönnum flokksins hafi haldist í hendur við þessa þróun og málflutningur þeirra sýnir að þeir hafi sífellt goldið meiri varhug við hana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
1_fixed.pdf | 33.05 kB | Opinn | Forsíður, ágrip og efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
2_fixed.pdf | 251.54 kB | Opinn | Inngangur, meginmál, niðurstöður og heimildaskrá | Skoða/Opna |