en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/43143

Title: 
  • Title is in Icelandic Framsækin bókaútgáfa: Útgáfustefna smærri forlaga og áhrif á bókamarkaðinn
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lögð fram til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Fjallað er um landslag bókaútgáfu út frá sjónarhorni smærri forlaga, eða örforlaga, þar sem útgáfustefna þeirra og áhrif á bókamarkaðinn eru til skoðunar. Meðal annars er byggt á kenningum um örforlög og starfsemi þeirra sem grundvallast á breyttu viðhorfi til bókmennta, bókaútgáfu og bókarinnar sem slíkrar með hliðsjón af sögu bókaútgáfu á Íslandi. Ritgerðin byggist á viðtölum við útgáfustjóra hjá fjórum af smærri forlögum Íslands: AM forlags, Angústúru bókaforlags, Drápu bókaútgáfu og Unu útgáfuhúss sem og útgáfustjóra stærsta bókaforlags landsins, Forlagsins. Til skoðunar eru áherslur smærri útgefenda þegar kemur að útgáfu verka, hönnun prentgripa og sýn þeirra á bókamarkaðinn. Einnig er rætt um viðtökur slíkra forlaga og mikilvægi fjölbreyttra bókmennta fyrir grósku í bókaútgáfu. Til samanburðar við stærri forlögin er rætt við útgáfustjóra Forlagsins um nálgun þess að útgáfu sem og viðbrögð við aukningu smærri forlaga. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu smærri forlaga á Íslandi og mikilvægi þeirra fyrir aukið aðgengi höfunda að útgefendum og fjölbreyttri bókmenntaflóru.

Accepted: 
  • Jan 10, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43143


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Framsækin bókaútgáfa - Anna María Björnsdóttir meistararitgerð.pdf563.75 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing.pdf180.76 kBLockedDeclaration of AccessPDF