Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43146
Þessi ritgerð er lögð fram til MA-prófs í almennum málvísindum við Háskóla Íslands. Aðalumfjöllunarefni hennar er það hvernig nýjar sagnir í íslensku fá rökliðagerð úthlutað. Í fyrri rannsóknum hafa verið leiddar að því líkur að rökliðagerð nýrrar sagnar byggi á rökliðagerð merkingarlegrar hliðstæðu hennar. Í þessari ritgerð eru tvenn rök færð fyrir því að svo sé ekki. Í fyrsta lagi eru fjölmargar nýjar sagnir sem hafa aðra rökliðagerð en sú sögn sem gæti talist nánasta merkingarlega hliðstæða hennar. Dæmi um þetta er sögnin googlea sem tekur vanalega með sér þolfall, ólíkt þeirri sögn sem gæti helst talist merkingarleg hliðstæða hennar, þ.e. fletta upp. Í öðru lagi þjóna hömluáhrif þeim tilgangi að útiloka tvímyndir (sbr. Aronoff 1976). Þetta veldur því að sagnir sem eiga sér nákvæma merkingarlega hliðstæðu í málinu eru útilokaðar. Þetta sýna dæmi eins og enska tökusögnin takea (teika) sem er ekki notuð í íslensku í sinni almennu merkingu vegna merkingarlegs skyldleika við sögnina taka. Sögnin hefur aftur á móti verið notuð í íslensku í yfirfærðri merkingu, þ.e. ‚að hanga aftan í bifreið á ferð í snjó og hálku‘. Sams konar niðurstöður fengust úr einstaklingsviðtölum þar sem svör viðmælenda bentu til þess að sagnirnar droppa og crasha séu notaðar í íslensku í margs konar merkingu en séu aftur á móti útilokaðar í sinni almennu merkingu, þ.e. ,missa‘ og ,klessa/eyðileggja‘.
Þrenns konar mállegra gagna var aflað í tengslum við rannsóknina. Í fyrsta lagi var gerð leit á samskiptamiðlinum Facebook Messenger þar sem fimm nemendur í íslensku og málvísindum við Háskóla Íslands leituðu í sínum eigin gögnum að dæmum um nýjar sagnir í íslensku. Rannsóknaraðferðin byggir að hluta til á aðferðafræði Tagliamonte (2016a) og skilaði gagnasafni sem inniheldur 5.046 dæmi um 78 ólíkar sagnir. Í öðru lagi var leitað að dæmum um nýjar sagnir í Risamálheildinni (2019) og með almennri leit á netinu. Í þriðja lagi voru tekin ítarleg viðtöl þar sem fjórir málhafar á aldrinum 17−32 voru fengnir til að leggja mat á nýjar sagnir með tilliti til rökliðagerðar þeirra og merkingar.
Í þessari rannsókn var sérstaklega leitast við að finna dæmi um nýjar tveggja andlaga sagnir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nýjar sagnir sem ættu merkingarlega að geta tekið með sér þrjá rökliði koma oftast ekki fyrir með hefðbundinni tveggja andlaga setningagerð heldur frekar með aðeins einu andlagi eða þá beinu andlagi ásamt forsetningarlið sem samsvarar óbeinu andlagi. Þetta sýna dæmi um sagnir eins og forwarda og (e)maila. Enn fremur benda niðurstöður úr viðtalshluta rannsóknarinnar til þess að sumir málhafar samþykki yfirhöfuð ekki notkun á tilteknum nýjum tveggja andlaga sögnum með hefðbundinni tveggja andlaga setningagerð heldur aðeins með beinu andlagi ásamt forsetningarlið.
This thesis explores novel verbs in Icelandic and their argument structures. According to some accounts in the research literature, novel verbs receive their argument structure through the process of analogy with a already existing verb. Here, I propose two counterarguments to this idea. First, there are many novel verbs which have argument structures that differ from the argument structure of their closest semantic equivalent. An example of this is the verb googlea ‘google’ which usually takes a direct object in the ac-cusative, while its closest semantic equivalent fletta upp ‘look up’ takes an object in the dative. Second, a blocking effect (Aronoff 1976) explains the non-occurence of certain linguistic forms that have an already existing rival. This applies to lexical borrowings as shown with the example of the borrowed verb takea ‘take’ in Icelandic. The verb is semantically blocked in its general meaning by its exact semantic equivalent taka. The verb however occurs as a lexical borrowing in a more specific meaning ‘hang onto the back of a moving vehicle’. Extensive interviews with native speakers of Icelandic show that the same applies to the English borrowings droppa, from the English verb drop, and crasha, from the English verbs crash. These verbs occur in Icelandic in various semantic contexts but are blocked in their general meaning by semantic rivals, missa and klessa/eyðileggja.
For this research, three different types of data were gathered. First, an extensive search for examples of new Icelandic verbs in private conversations on Facebook Messenger was conducted by five students of Icelandic and linguistics at the University of Iceland. This resulted in a database containing 5046 examples of 84 different verbs. The method is loosely based on previous work by Tagliamonte (2016a). Second, the Icelandic Gigaword Corpus was used to search for examples of new Icelandic verbs. Third, I conducted four in-deapth interviews with speakers at the ages of 17-32 years. The speakers were asked about their semantic interpretation of certain novel verbs as well as their preferred case patterns.
The thesis has a specific focus on double object verbs. The results show that verbs that should semantically be able to have three arguments, i.e. subject, indirect object, and direct object, usually occur with only one object or a direct object and a prepositional phrase containing an indirect object. This applies to verbs such as forwarda ‘forward’ and (e)maila ‘tmail’. The answers of participants in the interviews suggest that some speakers do not accept certain novel verbs with a typical double object construction, but rather with the prepositional construction.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlysing-salome.pdf | 1.36 MB | Locked | Declaration of Access | ||
Rökliðagerðir nýrra sagna í íslensku.pdf | 838.91 kB | Open | Complete Text | View/Open |