is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4315

Titill: 
  • Stuðningur Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) við íslenska tónlistarmenn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2006 var Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) stofnuð en tilgangurinn með stofnun skrifstofunnar var að stuðla að útflutningi á íslenskri tónlist með því að kynna hljómsveitir og tónlistarmenn sem reyna fyrir sér á erlendri grund. ÚTÓN veitir hljómsveitum almennan stuðning í útrás sinni en veitir einnig tónlistarmönnum sem leita til stofnunarinnar aukinn stuðning.
    Með þessari rannsókn er leitast við að svara spurningunum: Hver er afrakstur stuðnings ÚTÓN við listamann, hvaða hlutar hans skila mestu og hvaða skilyrði þurfa tónlistarmenn sem njóta stuðningsins að uppfylla? Til að svara þessum spurningum var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt og eru niðurstöðurnar byggðar á átta viðtölum við tónlistarmenn, umboðsmenn og framkvæmdastjóra ÚTÓN. Meginniður¬stöðurnar eru þær að helsti afrakstur af stuðningi ÚTÓN er að hann hefur stuðlað að aukinni velgengni tónlistarmanna. Þá er tengslamyndun einnig einn helsti afrakstur af stuðningi ÚTÓN og einnig má rekja töluverðan afrakstur til hljómleika tónlistarmanna á bransahátíðum erlendis en ÚTÓN hafði veitt öllum þeim tónlistarmönnum sem rætt er við í þessari rannsókn ferðastyrki til að koma fram á hátíðunum.
    Á Íslandi er fjöldi styrktarsjóða sem íslenskir tónlistarmenn geta sótt í en í rannsókninni er einnig leitast við að svara spurningum um þessa sjóði: Hvernig notfæra tónlistarmenn sér styrki og hvar standa tónlistarmenn í samanburði við aðra listamenn í dægurmenningu? Helstu niðurstöður um styrkveitingar sýna að tónlistarmenn standa ekki jafnfætis öðrum listamönnum í dægurmenningu, svo sem kvikmyndagerð. Styrkir í tónlistariðnaði eru litlir en duga þó til þess að koma tónlistarmönnum af stað.

Samþykkt: 
  • 14.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS RITGERÐ-TÓMAS VIKTOR YOUNG.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna