is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43151

Titill: 
  • Allt er vænt sem vel er grænt - eða hvað? Áhrif styrkleika og birtustigs lita á skynjun og kaupáform fólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Litir eru allt í kringum okkur og hafa áhrif á það hvernig við skynjum umhverfi okkar. Gott er að huga að litum í hvers kyns markaðsumhverfi þar sem litir spila stóran þátt í því að fanga athygli neytenda og fá þá til að íhuga vörukaup. En skiptir þá máli hvaða litur er notaður? Hvað þá með litbrigði, birtustig og styrkleika litarins? Mikið hefur verið rannsakað í kringum litbrigði í markaðssetningu en minna hefur verið skoðað varðandi birtustig og styrkleika. Mörg fyrirtæki nota liti til að koma persónuleika sínum til skila til markhóps síns en persónuleiki vörumerkja getur haft áhrif á óskir og kaupáform viðskiptavina auk þess að byggja upp tilfinningaleg tengsl við vörumerkið.
    Markmið þessarar rannsóknar var því að skoða hvort að birtustig og styrkleiki lita hafi áhrif á skynjun á persónuleika vörumerkja og hvort að birtustig og styrkleiki lita hafi áhrif á kaupáform einstaklinga, en ákveðið var að skoða aðeins grænan lit. Var það gert með tilraunasniði þar sem alls 387 manns tóku þátt. Var þeim skipt handahófskennt í fimm hópa og fengnir til að svara könnun á netinu, en sú könnun var send út í nóvember 2022.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að birtustig og styrkleiki höfðu ekki áhrif á skynjun á persónuleika vörumerkja og að birtustig og styrkleiki höfðu ekki áhrif á kaupáform þátttakenda. Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður sem markaðsfólk getur nýtt sér, en rannsóknin gat stutt við niðurstöður sumra rannsókna á meðan aðrar höfðu allt aðra sögu að segja. Áhugavert er að velta fyrir sér ástæðum og áframhaldandi rannsóknarefnum; ætli mismunandi litir hafi mismunandi áhrif á okkur? Eða gæti þurft að rannsaka marga liti í einu með sama viðfangsefni til að fá heildstæðari og áreiðanlegri niðurstöður? Eitt er allavega ljóst og það er að nóg er eftir sem hægt er að rannsaka þegar kemur að litum og þá sérstaklega þegar kemur að birtustigi og styrkleika lita.

Samþykkt: 
  • 10.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf399.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Thula_Mastersritgerd_Lokaeintak.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna