is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43153

Titill: 
  • Hefur peningastefna Seðlabanka Íslands breyst? Samanburður á peningamálastjórn í kjölfar hrunsins árið 2008 og í kjölfar Covid-19
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hagsaga Íslands frá lýðveldisstofnun hefur einkennst af miklum óstöðugleika þar sem verðbólga hefur verið fylgikvilli óstöðugra efnahagsaðstæðna. Peningastefna landsins hefur verið margbreytileg í gegnum tíðina. Frá því snemma árs 2001 hefur peningastefna Seðlabanka Íslands verið með verðbólgumarkmið þar sem stofnunin leitast eftir því að halda efnahagslegum stöðugleika með því að halda verðbólgunni sem næst 2,5%. Er þetta aðalmarkmið bankans og hefur hann sjálfstæði til að framfylgja markmiðinu með tækjakosti sínum.
    Í þau rúmlega tuttugu ár sem Seðlabankinn hefur starfað í verðbólgumarkmiði hafa tvær efnahagskreppur skollið á íslensku hagkerfi. Fyrst fjármálakreppan árið 2008 og síðan sú kreppa sem kom í kjölfar COVID-19 faraldursins. Í bæði skiptin notaði Seðlabankinn sitt helsta stjórntæki, stýrivexti, til að draga úr óstöðugleika vegna hættunum sem steðjuðu að. Viðbrögð bankans voru mismunandi á milli þessara atburða enda um ólíka efnahagsvá að ræða; mikil þensla skapaðist á árunum fyrir hrunið 2008 en með COVID-19 faraldrinum fór púðrið í að halda innlendri eftirspurn á floti.
    Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort peningastefna Seðlabanka Íslands hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur verið með verðbólgumarkmið. Þá verður gerður samanburður á viðbrögðum bankans í kjölfar kreppanna tveggja. Aðferðin sem notuð er hér er að bera stýrivexti bankans saman við vexti sem fást út frá Taylor-reglu, en sú regla er einföld hagstjórnarregla sem Seðlabankinn notar til viðmiðunar út frá spálíkani sínu. Vísbendingar eru um að Seðlabankinn hafi fylgt Taylor-reglunni nánar eftir á fyrstu 10 árum sem hann starfaði í verðbólgumarkmiði ef litið er framhjá tveimur frávikum, þ.e. í upphafi upptöku verðbólgumarkmiða og síðan á árunum 2008-2010 þegar hrunið skall á.

Samþykkt: 
  • 10.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snorri_Egholm_LokaritgerðFINAL.pdf883.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingSnorriEgholm.pdf83.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF