Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43155
1. janúar 2021 styttist vinnuvika dagvinnufólks úr 40 stundum á viku í 36 stundir. Þann 1. maí 2021 var stytting vaktavinnufólks innleidd þar sem gerð var meiriháttar kerfisbreyting til þess að unnt væri að stytta vinnuvikuna hjá þessum hópi. Staðir sem veita sólarhringsþjónustu eru allt frá því að vera með þúsundir starfsmanna í vinnu eins og Landspítalinn, niður í litla vinnustaði með innan við 15 starfsmenn eins og til dæmis inn á heimilum fatlaðra.
Í þessu verkefni fór fram könnun á viðhorfi forstöðumanna á heimilum fatlaðra sem veita sólarhringsþjónustu á þeim kerfisbreytingum sem gerðar voru vegna styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Tilgangur verkefnisins var að kanna þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á kjarasamningum vaktavinnustarfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sérstaklega var skoðað hverju þessar meiriháttar kerfisbreytingar skiluðu til þeirra sem starfa í vaktaumhverfi þessara staða. Tilgangurinn var einnig að fá fram hvort endurskoða þyrfti samninginn með tilliti til breytinga eftir samningslok og hverjar þá helst.
Niðurstöður benda til þess að full ástæða hafi verið til að fara í breytingar og stytta vinnuviku vaktavinnufólks. Forstöðumenn voru almennt ánægðir með innleiðinguna og á heildina litið með samninginn enda töldu þeir flestir að löngu væri tímabært að bæta hag og kjör vaktavinnustarfsmanna. Hins vegar hafi breytingarnar verið gífurlega
umfangsmiklar og hafa ákveðnir þættir þeirra skapað óánægju meðal starfsmanna og forstöðumanna sem og aukið álag á forstöðumenn og skapað óöryggi meðal íbúa. Einna helst er það vaktahvati sem erfitt hefur reynst að uppfylla svo vel sé vegna breytinga á vægi vakta og jöfnun vinnuskila og sífelldar endurskoðanir og tilfæringa á vaktaáætlunum til að mæta jöfnun vinnuskila starfsmanna. Að sama skapi hefur eina úrræðið innan starfsstaða á heimilum fatlaðra til að veita starfsmönnum ákveðinn sveigjanleika í starfi með því að skipta vöktum sín á milli, nánast gert ókleift en meginástæðan fyrir því er að skiptivaktir geta nú haft áhrif á vakthvata og brotið á hvíldartíma starfsmanna.
Lykilorð: Betri vinnutími í vaktavinnu, upplifun forstöðumanna, vaktahvati, jöfnun
vinnuskila, sveigjanleiki
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Upplifun forstöðumanna á heimilum fatlaðra á betri vinnutíma í vaktavinnu.pdf | 910.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing - Sólborg Baldursdóttir.pdf | 18.03 MB | Lokaður | Yfirlýsing |