Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43156
Innflutningur, útbreiðsla og áhrif saumavélarinnar á íslenskt samfélag 1865–1920 eru viðfangsefni þessarar ritgerðar. Í síðari tíma umræðu hefur saumavélin og tilkoma hennar gjarnan verið sett fram sem táknmynd nútíma og frelsis, ekki síst þegar kemur að sögu kvennastarfa. Ljóst er að saumavélin hafði mikil áhrif á fatagerð um allan heim eftir að hún var fyrst sett á markað í Bandaríkjunum í kringum 1850. Henni fylgdi aukinn hraði og í senn tímasparnaður sem snerti jafnt heimilin sem og starfsemi saumakvenna og klæðskera. Í kjölfarið urðu breytingar á tísku og gæðum fatnaðar, stétt saumakvenna óx og hefðbundin kvenhlutverk inni á heimilum breyttust. Í þessari rannsókn er markmiðið að skoða þessa þróun á Íslandi og spyrja hvort það sé í raun hægt að kalla saumavélina táknmynd nútíma og frelsis í íslensku samhengi.
Ritgerðin er tvískipt en til að byrja með verður farið í saumana á innflutningstölum og verslunarskýrslum til þess að ná utan um fjölda þeirra véla sem voru í notkun á tímabilinu. Upp úr 1860 tóku einstaka saumavélar að berast til Íslands með einstaklingum sem dvalið höfðu erlendis. Með því hófst þróun sem náði ákveðnum hápunkti upp úr aldamótum 1900 þegar heildarfjöldi innfluttra saumavéla var orðinn nægilegur til þess að ein vél gæti fundist á svo að segja hverju heimili hér á landi. Á uppboðum gengu saumavélar svo á milli fólks en það varð algengara eftir því sem leið á 19. öldina. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um samfélagsleg áhrif saumavélarinnar og markaðssetningu hennar á Íslandi út frá sjónarhorni kvenna- og kynjasögu. Athugað verður með hvaða hætti saumavélin hafði áhrif á gerendahæfni (e. agency) kvenna og möguleika til þess að öðlast ákveðna þekkingu og sérhæfingu á sviði fatagerðar með tilliti til stéttar og stöðu. Saumavélin gerði konum kleift að hagnýta þessa þekkingu, afla sjálfstæðra tekna og í sumum tilfellum að öðlast borgaraleg réttindi þegar þau voru af skornum skammti. Í rannsókninni verða færð rök fyrir því að saumavélin hafi stuðlað að ákveðinni nútímahugsun og jafnvel frelsi; konur voru spenntar fyrir þessari tækninýjung sem markaði upphafið á vélvæðingu heimilanna. Þær sáu snemma tækifærin sem í henni fólust og nýttu sér þau eins og kostur var.
Importation, diffusion, and impact of the sewing machine on Icelandic society in 1865–1920 are the subjects of this essay. The sewing machine and its advent have often been presented as a symbol of modernity and freedom, not least when it comes to history of woman’s work. The sewing machine had great impact on clothing production all over the world after its first introduction to American market in the 1850s. Speed and time saving were its main traits which affected both work at home and the work of seamstresses and tailors. Changes in fashions, the quality of clothing and traditional roles of women followed as a result along with increasing number of seamstresses. In this study, the goal is to look at this development in Iceland and ask if we can truly call the sewing machine a symbol of modernity and freedom. The essay is divided into two parts. The first part deals with import figures and trade reports to get a sense of how many sewing machines were used in Iceland during the period. From the 1860s, individuals who had been abroad started importing sewing machines for their own personal use. Soon a regular importation started that reached a certain climax on the turn of the century. The total number of imported sewing machines was sufficient for one machine to be found in almost every home in Iceland. By the end of the 19th century, sewing machines were often passed between people on public auctions. The second part of the essay deals with the social impact of the sewing machine and its marketing in Iceland from the perspective of women’s and gender history. If and how the sewing machine affected the agency of women will be explored as well as the possibility for women to acquire certain knowledge and specialization in clothing manufacture, with regards to class and status. The sewing machine allowed women to put this knowledge to use, gain independent income and, in some cases, civil rights. The essay will argue that the sewing machine contributed to a certain modern way of thinking and even independence. Women were excited about this technological innovation which, among other things, marked the beginning of technological advancement of the home. Thus, women saw the opportunities it provided and seized them when they could.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Saumavélar á Íslandi_Arnheiður Steinþórsdóttir.pdf | 1,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 52,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |