Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43161
Markmið verkefnisins er að hanna 4 af 15 svæðum í háþróaða vinnslulínu um borð í nýjum og byltingarkenndum togara fyrir norska útgerðarfélagið Bluewild.
Togarinn er hannaður með Ecofive hugmyndafræði sem byggist á sjálfbærni, hagkvæmni og gæðum. Ecofive nálgunin er hugsuð sem leið til að framleiða vörur í hæsta gæðaflokki með sem minnstum orkukostnaði.
Vinnslulínurnar innihalda færibönd, snyrtilínur með ljósum, stillanlega vinnupalla og kör með færiböndum.
Lögð er mikil áhersla á að meðhöndla afurðina eins vel og hægt er. Hönnuður mun hanna búnaðinn og sjá um val á mótorum, reimum, tjökkum, ljósum og öllu sem við kemur hönnuninni. Spennugreiningar verða gerðar
á hlutum þar sem þess er krafist. Afrakstur verkefnisins verður full hannaður búnaður sem komið verður fyrir í
togaranum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc_ritgerð_HVR.pdf | 19.82 MB | Lokaður til...01.02.2024 | Heildartexti | ||
Lokun_verkefnis_HVR.pdf | 150.02 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |