Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43164
Fyrsta vetrardag árið 1933 gengu Íslendingar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Með henni ætlaði Alþingi að komast að því hvort þjóðin vildi leyfa innflutning á sterku áfengi sem hafði verið ólöglegur síðan árið 1915. Algjört bann var í gildi í um sjö ár en árið 1922 sáu Íslendingar sig tilneydda að leyfa innflutning á léttvíni frá Spáni vegna viðskiptasamninga þeirra á milli. Góðtemplarar höfðu verið allt í öllu í baráttunni gegn áfengisbölinu frá ofanverðri 19. öld og hefðu bannlögin líklegast aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir þeirra tilstilli.
Megintilgangur ritgerðarinnar er að skoða hlutverk prentmiðla í kosningabaráttunni, sem hófst rúmlega mánuði áður en gengið var til kosninga þann 21. október 1933. Flestir þessara prentmiðla voru með eða á móti afnámi bannlaganna en einhverjir lýstu sig hlutlausa. Ég mun skoða hvaða rök blöðin höfðu fram að færa máli sínu til stuðnings, hvernig þau komu þeim frá sér og hvaða aðferðir þau notuðu til að reyna sannfæra lesendur sína. Á þessum tíma voru téðir prentmiðlar tiltölulega nýir af nálinni, þeir gátu verið ansi óslípaðir á köflum, töluvert frábrugðið því sem tíðkast nú til dags. Sumir voru málgögn ákveðinna stjórnmálaflokka sem gerðu allt sem var í þeirra valdi til að móta skoðanir lesenda sinna. Þá mun ég einnig athuga hverjir tóku afstöðu með og á móti áfengisbanninu.
Að lokum kusu Íslendingar bannið næstum alfarið burt, fyrir utan ölið. Segja má að andbanningar hafi verið málefnalegri í sinni umræðu þar sem þeir ræddu frekar um kosti sinnar hliðar og jákvæð áhrif hennar á meðan bannvinir, sem gátu alveg verið málefnalegir á köflum, stunduðu í meira magni að ráðast á andstæðinginn með svívirðingum. En ef öllu er á botninn hvolft vildu báðar hliðar sama hlutinn, að þjóðin myndi neyta minna áfengis þar sem þær töldu drykkjuna vera farna úr böndunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 161.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaeintak BA-ritgerd Marino-0202922299.pdf | 377.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |