Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43171
Umhverfis- og loftslagsvandinn er eitt af stærstu málum samtímans. Í Parísarsáttmálanum frá árinu 2015 samþykktu ríki heimsins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun jarðar héldist innan við 2°C og helst innan 1,5°C. Þetta háleita markmið krefst mikilla breytinga í samfélaginu og gríðarlegra fjárfestinga á komandi árum. Fjármálamarkaðir munu því gegna mikilvægu hlutverki til að ná fram þeim nauðsynlegu breytingum sem framundar eru. Græn skuldabréf eru einn möguleiki til fjármögnunar á umhverfisvænum verkefnum og hefur áhugi á slíkum bréfum aukist eftir undirritun Parísarsáttmálans, þrýst hefur verið á fjárfesta að beina fjármagni sínu í græn verkefni til að ná megi langtímamarkmiðum á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Fjárfestar hafa því í auknum mæli gerst aðilar að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og þar með skuldbundið sig að leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð og horfa til góðra stjórnarhátta þeirra skipulagsheilda sem fjárfest er í.
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur unnið skipulega að umhverfis- og loftslagsmálum um langa hríð og árið 2019 hóf OR útgáfu grænna skuldabréfa. Árið 2021 gaf OR út ramma grænnar fjármögnunar og með honum er mörkuð sú stefna að fara alfarið í græna fjármögnun, græna skuldabréfa útgáfu auk grænnar lántöku. Sá græni rammi sem OR hefur sett sér er staðfesting á þeim markmiðum að fjármagna eða endurfjármagna verkefni sem stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Grænn rammi OR fylgir svokölluðum green bond principles viðmiðum útgefnum af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði, CICERO hefur veitt græna rammanum óháð álit og gefið honum hæstu einkunn, eða dökkgrænn og framúrskarandi fyrir umgjörð skuldabréfanna hjá skipulagsheildinni.
Í rannsókn þessari leitaðist höfundur eftir því að ná fram því sögulegu ferli grænnar fjármögnunar OR, og upplifun viðmælenda á því. Er það skoðað sértaklega út frá hagaðilum, stjórnarháttum og stefnum OR.
Lykilorð: Umhverfismál, græn skuldabréf, ábyrgar fjárfestingar, stjórnarhættir, stefnur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
mariaob_2023-01-07_12-01-21.pdf | 315,4 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Græn fjármál - Orkuveita Reykjavíkur_María Ósk Birgisdóttir.pdf | 2,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið er lokað í tvö ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.