is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4318

Titill: 
  • Flokksagi í stjórnmálaflokkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort flokksagi sé mikilvægur og þá hversu mikilvægur hann sé. Ýmsir þættir hafa áhrif á flokksaga til dæmis kosningakerfi, flokkakerfi og skipulag flokka. Löggjafarþingið frá 2007-2008 var sérstaklega skoðað og gögnum frá því þingi safnað. Niðurstöðurnar frá því þingi voru bornar saman við niðurstöður um flokksaga frá árunum 1995-96 sem þegar voru til.
    Skipulag flokka hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum. Flokkar hafa í auknum mæli tekið upp innra lýðræði sem færir valdið frá flokksleiðtogunum til félaga flokksins. Ætla má að þetta aukna innra lýðræði dragi úr flokksaga. Hins vegar þarf flokksagi að vera til staðar til þess að stjórnmálaflokkar geti komið stefnu sinni í framkvæmd. Þeir flokkar sem sitja í ríkisstjórn verða að geta treyst á stuðning þingmanna sinna. Ef þeir geta ekki gert það er hætt við að ríkisstjórnin falli á vantrausti. Því er flokksagi mikilvægur
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að flokksagi á Íslandi er afar mikill. Samanburður milli þingsins frá 1995-1996 og þingsins 2007-2008 sýnir að flokksagi hefur aukist lítillega en er mjög mikill á báðum þingum. Í lokaorðum var leitast við að skýra þessar afgerandi niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 14.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
laflokkum_fixed.pdf364.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna