is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43182

Titill: 
  • Átök í austri. Hvað skýrir átök Rússlands og Úkraínu?
  • Titill er á ensku A conflict in the east. Why is there a conflict between Russia and Ukraine?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að skoða sögu og þjóðarímynd Úkraínu og að leita svara við þeirri spurningu hvað skýrir átök Rússlands og Úkraínu. Stuðst var við kenningar í alþjóðastjórnmálum á borð við þjóðernisstefnu (og ýmsar útfærslur hennar), frjálslyndisstefnu og raunsæisstefnu. Fjallað var um landsvæði Úkraínu, íbúa og auðlindir sem og langa sögðu landsins sem yfirráðasvæði, þá fyrst bæði Austuríska-Ungverska keisaradæmisins og Rússneska heimsveldisins og síðar Sóvíetríkjanna. Einnig var fjallað um fæðingu úkraínskrar þjóðernisstefnu á þeim tíma. Þá var sjónum beint að árunum eftir upplausn Sóvíetríkjanna sem einkenndust af misheppnaðri stjórnskipun auk spillingar og óeirða meðal úkraínskra borgara. Ljóst er að löng saga Úkraínu sem yfirráðasvæði og áframhaldandi rússnesk afskipti af innlendum stjórnmálum hafi gert Pútín forseta Rússlands betur kleift að veikja ríkið innan frá og ráðast inn í landið. Niðurstöður benda til þess að skýring átakanna sé tvíþætt; annars vegar tilraun Pútíns til að endurreisa hið sögulega Rússland undir einu þjóðerni og hins vegar áframhaldandi valdabarátta rússneska ríkisins við Vesturlönd, þó svo að hann telji Rússland vera raunverulega fórnarlambið.

Samþykkt: 
  • 10.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ BA - Dagur Kárason.pdf460.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð - Dagur.pdf247.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF