Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43186
Greint er frá valdhegðun og stöðu tveggja valdastétta í vestrænu samfélagi; eina prósentsins og konunga á tímum alræðisstjórnar. Viðfangsefnið er kannað út frá stýringu þekkingar og menningarlegu forræði, þá sérstaklega gildum og almenningsáliti. Fyrrnefnd atriði eru skoðuð í tengslum við valdastöðu, valdeflingu og valdhegðun beggja hópa. Skipan samfélagsins í nútíma og kerfisbundnir þættir þess styðja við þá ríku, mikilvægt er að líta á hvað leiddi til þessa og hér er horft til tíma alræðiskonunga og atburða í kjölfar frönsku byltingarinnar í því skyni. Í þessari ritgerð er skoðað hvernig hóparnir tveir nýta þætti menningarlegs forræðis og þekkingarstjórnunar á sambærilegan máta. Markmiðið er að öðlast innsýn í hvernig valdastéttin, óháð tíð og tíma, beitir markvisst þekkingu og hefur áhrif á upplifanir og álit almennings til að viðhalda valdastöðu sinni og styrkja hana. Samkvæmt greiningu á gögnum eru valdaáhrif eina prósentsins og konunga sambærileg, munurinn liggur í nálgun þeirra á valdið. Báðir hópar notast við menningarlegt forræði til að draga úr mótstöðu almennings en valdastétt samtímans, eina prósentið, hefur þróað aðferðir þess og því finnast valdaáhrif þess á mun óbeinni hátt. Kapítalismi er mun tengdari alræði en við höldum, og gildi þess kerfis hafa verið mótuð að einhverju leyti af ríkustu einstaklingum samfélagsins til að viðhalda stöðu sinni. Kerfið var á tímum alræðiskonunga hannað og mótað þeim til hagsbóta og er enn þann dag í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing_ÞVK.pdf | 9.73 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BS-Ritgerð_ÞVK.pdf | 437.39 kB | Lokaður til...01.09.2025 | Heildartexti |