is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43190

Titill: 
  • Fötin prýða konuna. Erlend áhrif á tísku á Íslandi 1900-1939
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um klæðnað íslenskra kvenna í kringum aldamótin 1900. Valin voru árin 1900 til 1939 eða um 40 ára tímabil, þá aðallega vegna þess hversu miklar breytingar urðu á tísku á þessum árum, frá rasspúðum níunda áratugar 19. aldar til hnésíðra og sniðlausra kjóla þriðja áratugar 20. aldar. Skoðað verður hvernig áhrif tískunar frá Evrópu birtist í tísku hér á Íslandi.
    Mikið hefur verið fjallað um annan og þriðja áratug 20. aldar og þær breytingar sem áttu sér stað á þeim tíma. Hvernig nýir tímar gáfu konunni frelsi til að vera eins og þær vildu. ,,Nýja konan“ er gott dæmi um það frelsi, þær konur köstuðu af sér þeim samfélagslegu normum sem samfélagið ætlaðist til að þær fylgdu. En hér mun einnig vera fjallað um tískuna sem átti sér stað fyrir það tímabil, þegar rassapúðar voru móðins og kjólarnir voru skreyttir með allskonar borðum, slaufum og öðru fíneríi.
    Tímabilið sem hér verður rætt um einkennist af sjálfstæðisbaráttu, kvenfrelsi, stríðsins mikla og bankahruns vestanhafs. Unnið verður með persónulegar heimildir þá aðallega efnaðra efri stéttarkvenna, á borð við reikninga sem varða föt og/eða efniskaup, ásamt því verður fjallað um þær verslanir sem seldu föt og/eða efni til fatagerðar. Ásamt því verða skoðaðar auglýsingar úr dagblöðum og tímaritum þar sem markhópurinn voru helst konur. Í þessari umræðu um klæðnað þá er ekki hægt að skauta framhjá efnismenningu og hversu ráðandi hún var hjá efri lögum samfélagsins bæði hér heima og úti.

Samþykkt: 
  • 10.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fötin prýða konuna.pdf1,84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf211,51 kBLokaðurYfirlýsingPDF