is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4320

Titill: 
  • SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samanburður á frammistöðu þátttakenda TOPI A og TOPI B árin 2003-2007 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athugun var gerð á þekkingu þátttakenda í SOS–Hjálp fyrir foreldra námskeiðinu (Clark, 1991/1998) á árunum 2003-2007. Notast var við Time-Out Parent Inventory (TOPI), sem hægt var að para saman samtals hjá 595 þátttakendum. TOPI A var afhentur þátttakendum í byrjun sex vikna námskeiðs og innihélt hann tólf spurningar. TOPI B var lagður fyrir í lok námskeiðs og hélt hann sömu spurningunum en með meira tæknimáli. Ætlunin var að skoða hvort að þátttakendur drægju lærdóm af námskeiðinu með því að bera saman svör þátttakendanna á þessum tveim listum, sjá hvort aukning á stigafjölda væri milli lista. Fyrir hvert svar var hægt að fá núll, eitt eða tvö stig. Einnig var athugað hvort að grundvallarþekking væri að aukast meðal almennings með því að bera saman við fyrri athuganir af sama toga. Rannsóknarsniðið var fyrir - eftir snið (pre-post design). Niðurstöður sýndu að aukning var á réttum svörum milli listanna með mestu aukninguna árið 2007, það er að segja meðaltalsaukningin var 10,5 stig, sem bendir til þess að þátttakendur bættu þekkingu sína um helming að meðaltali milli fyrirlagna. Meðaltalseinkunn á milli TOPI A prófanna hefur farið stighækkandi á milli athuganna sem bendir til þess að hegðunarstjórn sé að breiðast út milli manna almennt í þjóðfélaginu. Fólk sem er ánægt með lærdóm sinn dreifir ef til vill boðskapnum öðrum vinum og vandamönnum og hegðunarstjórnunartæknin verður því meiri grunnþekking í kjölfarið.

Samþykkt: 
  • 15.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA_fixed[1].pdf1,45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna