Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43213
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort það er samband á milli veltuhraða verðbréfa og ávöxtunar í íslenskum verðbréfasjóðum. Framkvæmd var megindleg rannsókn, fyrst með þversniðsmáti og svo á tímaraðarmáta til þess að kanna hvort sambandið var til staðar og hvort mismunandi aðferðir við greiningu gagnanna hefði áhrif á niðurstöður eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt. Miðað var við 0,05 marktektarstig og þar af leiðandi 95% öryggismörk. Niðurstöður þversniðsrannsóknar gáfu til kynna að það sé jákvætt marktækt samband á milli veltuhraða verðbréfa og ávöxtun verðbréfasjóðanna. Niðurstöður tímaraðarrannsóknarinnar voru misjafnar fyrir hvern sjóð. Flestir sjóðanna, eða fjórir af fimm, sýndu ekki samband á milli veltuhraða verðbréfa og ávöxtunar. Sá sjóður sem sýndi marktækt samband á milli veltuhraða verðbréfa og ávöxtunar hafði jákvætt samband líkt og þversniðsrannsóknin. Að lokum var gerð ein greining til viðbótar til þess að kanna hvort hærri veltuhraði leiði til meiri dreifni í ávöxtun og benda niðurstöður til þess að svo sé. Þegar veltuhraði er hærri verður dreifni í ávöxtun meiri. Meira flökt í ávöxtun þýðir meiri áhætta, þannig að áhætta fjárfestingarinnar eykst með hærri veltuhraða. Veltuhraði hefur áhrif á ávöxtun, niðurstöður greiningarinnar gefa til kynna að marktækt samband sé á milli veltuhraða verðbréfa og ávöxtunar. Ásamt því sýna niðurstöður að aukinn veltuhraði eykur dreifni ávöxtunar. Aukinn veltuhraði hefur bæði kosti og galla. Einn af kostum hærri veltuhraða er að hann getur þýtt að sjóðurinn sé að nýta tækifæri á markaðnum, sem gerir það að verkum að hann stundi meiri viðskipti. Gallinn er sá að við hver viðskipti með verðbréfin myndast viðskiptakostnaður og ef hagnaður er af sölu verðbréfanna þurfa fjárfestar að greiða skatt af þeim hagnaði. Fjárfestar í íslenskum verðbréfasjóðum greiða hins vegar ekki þann skatt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Veltuhraði og ávöxtun.pdf | 691.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing um meðferð - elma.pdf | 232.76 kB | Lokaður | Yfirlýsing |