Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43215
Með ályktun 1325 um konur, frið og öryggi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2000 urðu kaflaskil í utanríkisstefnum fjölmargra ríkja. Svíþjóð er eitt þeirra ríkja sem hefur staðið framarlega í jafnréttisbaráttu og fyrir auknum réttindum kvenna í samfélaginu. Árið 2014 tók Svíþjóð upp femíníska utanríkisstefnu, fyrst ríkja í heiminum. Stefnan markaði tímamót í sögu Svíþjóðar og var þónokkur stefnubreyting og viðfangsmikið verkefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif femínískrar utanríkisstefnu á alþjóðasamfélagið, hverju hún skilaði fyrir Svíþjóð og hvort hún hafði áhrif á ímynd Svíþjóðar. Stefnan var við lýði í átta ár – frá 2014 til 2022.
Rannsóknaraðferðin var tilviksrannsókn með orðræðugreiningu þar sem þrjú tilvik voru tekin fyrir. Kenningarrammi ritgerðarinnar var iðkunarkenning og iðkunarhvörf, mótunarhyggja en einnig femínísmi í alþjóðasamskiptum. Helstu niðurstöður voru þær að Svíþjóð hefur haft þá ímynd og stefnu að vera jafnréttismiðað og opið ríki sem er óhrætt við nýjungar í utanríkismálum. Samt sem áður var femínísk utanríkisstefna umtalsverð stefnubreyting þó hún byggi á rótgróinni hugmyndafræði Svíþjóðar. Stefnan hafði ótvíræð áhrif á alþjóðasamfélagið og má helst nefna umræður í tengslum við Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014-2019 og togstreituna sem myndaðist milli gamalla gilda og nýrra viðmiða á alþjóðavettvangi. Stefnan með Isabellu Lövin ráðherra frá árinu 2014-2021 í fararbroddi ögraði þessari ríkjandi karlmennsku með því að auka sýnileika kvenna í utanríkismálum.
The UN Security Council resolution 1325 on women, peace and security, adopted by the in 2000, marked a turning point in foreign policy in many countries. Sweden is one of the countries that has been at the forefront for equal rights and increased rights for women in Sweden. In 2014, Sweden launched a feminist foreign policy, the first country in the world to do that. The policy marked a turning point in Sweden's history and was quite a change in foreign policy and a challenging task. The purpose of this thesis was to examine the impact that feminist foreign policy had for the international community, what it achieved for Sweden and whether it affected Sweden´s image. The feminist foreign policy was in place for eight years, from 2014 to 2022.
The research method was a case study with discourse analysis and three cases were analysed. The theoretical framework of this thesis was practice theory and practice turn, constructivism and also feminism in international relations. The main conclusions were that Sweden has had the image and policy of being an equal and open country that is not afraid of changes in foreign policy. Nevertheless, feminist foreign policy was a significant policy change, even though it was based on Sweden´s established ideology. The policy had an unmistakable effect on the international community, and one of the most notable effects were in relation to Margot Wallström foreign minister from the year 2014-2019 and the tension that arose between old values and new norms in international relations. The policy and Isabella Lövin minister from 2014-2021 challenged this hegemonic masculinity by increasing the visibility of women in foreign relations.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Alþjóðasamskipti. FFP Pála Hallgrímsd.pdf | 1,25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman Pála Hallgrímsdóttir.pdf | 664,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |