is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43242

Titill: 
 • Áhrif tímabundinnar úthlutunar á aflaheimildum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fiskveiðum hér á landi hefur verið stýrt með svokölluðu aflamarkskerfi, sem í daglegu tali er kallað kvótakerfi. Innleiðing þess var tilraun til að búa til eignarrétt yfir auðlindinni og til að leysa grundvallarvandamál efnahagslegrar óhagkvæmni í sjávarútvegi, hið svokallaða sameignarvandamál (e. common property problem), sem er tilkomið vegna ófullnægjandi eignarréttar. Með því að mynda eignarrétt á aflaheimildunum er skref stigið í þá átt að handhafar aflaheimildanna líti á auðlindina sem sína eign og sjá hag sinn í því að hámarka framtíðar-nýtingu á þeirri eign.
  Í ritgerð þessari verður fjallað um afbrigði aflamarkskerfisins en það er þegar aflaheimildum er úthlutað til ákveðins tíma. Tímabundin úthlutun í þessum skilningi felur í sér að handhafar aflaheimildanna halda þeim í takmarkaðan tíma. Að þeim tíma liðnum verða aflaheimildirnar innkallaðar til ríkisins og þeim úthlutað á nýjan leik eftir einhverjum af þeim leiðum sem þá eru færar. Tímatakmörkun á aflaheimildum felur í sér minna en fullkominn eignarrétt, það vandamál sem reynt var að leysa með setningu aflamarkskerfisins.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að virði aflaheimildanna dregst saman jafnskjótt og takmörkunin á sér stað eða væntingar eru um hana. Afleiðing tímabundinna aflaheimilda eru að hegðun þeirra sem fara með aflaheimildirnar breytist. Hvati þeirra til að ganga vel um auðlindina, í því skyni að hámarka virði aflaheimildanna, minnkar einkum þegar á eignarhaldstíma þeirra líður og í staðinn er horft til þess að hámarka þann hagnað sem fæst á hinu takmarkaða tímabili. Auk lakari umgengni um auðlindina birtast áhrif þessara breyttu hvata m.a. í samdrætti í fjárfestingu en fjárfesting er grundvöllur að áframhaldandi verðmætasköpun greinarinnar og tryggir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs gagnvart sjávarútvegi annarra landa.
  Markmið höfundar er að varpa ljósi á þær afleiðingar sem tímabundnar aflaheimildir hafa í för með sér. Þá eru jafnframt bundnar vonir við að þessi ritgerð gæti reynst bæði gagnleg og upplýsandi innlegg í umræðu um íslenskan sjávarútveg.

Samþykkt: 
 • 12.1.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
23 BKT ritgerð.pdf558.9 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Undirskrift.pdf17.83 MBLokaðurYfirlýsingPDF