Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43243
Konur geta mætt allskyns hindrunum á leið sinni í stöðu fjármálastjóra, og hvort það hefur áhrif á þeirra feril eða ekki fer eftir hvort þær nái að brjótast í gegnum hindranirnar. Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í heim kvenkyns fjármálastjóra og fá að heyra þeirra upplifun á hindrunum sem hafa orðið á vegi þeirra. Eru konur að mæta sömu hindrunum eða eru þær mismunandi eftir aðstæðum? Notast var við eigindlega aðferð við framkvæmd á þessari rannsókn og tekin voru viðtöl við fimm kvenkyns fjármálastjóra. Viðtölin eru greind út frá fyrirbærafræði og sex þemu spruttu upp úr gögnunum. Þar sem aðeins voru tekin viðtöl við fimm kvenkyns fjármálastjóra um þeirra upplifanir er ekki hægt að alhæfa niðurstöður rannsóknarinnar. Konur eru í meiri hluta útskriftarnema hér á landi en þrátt fyrir það eru konur í minni hluta í stjórnendastöðum á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að helstu hindranir kvenna er vanmat þeirra á eigin getu, fjölskyldulíf og gömul viðhorf. Út frá niðurstöðum má álykta að hindranir eru enn til staðar í okkar samfélagi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður virðast vera bjartari tímar framundan þar sem breytingar eru að eiga sér stað með nýrri kynslóð, en þó hægar en viðmælendur rannsóknarinnar myndu kjósa.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaútgafa Bs-Eygló Snæland.pdf | 396,46 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsingar-skjal.PDF | 1,43 MB | Locked | Declaration of Access |