is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43252

Titill: 
 • Áhrif tilkomu Landsréttar á dómsniðurstöður í nauðgunarmálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi ber heitið Á: hrif tilkomu Landsréttar á dómsniðurstöður í nauðgunarmálum.
  Í upphafi ritgerðar eru lagðar fram tvær rannsóknarspurningar: Annars vegar : „Hvaða áhrif hafði tilkoma Landsréttar á nauðgunarmál þegar borin er saman dómsniðurstaða og málsmeðferðartími fyrir og eftir tilkomu réttarins ?“ og hinsvegar: „Hefur beiting á hinu lögfesta refsiákvörðunarákvæði 70. gr. hgl., breyst í nauðgunarmálum eftir tilkomu Landsréttar ?“. Með það að markmiði að svara rannsóknarspurningum ritgerðarinnar kannaði höfundur dóma Hæstaréttar og Landsréttar þar sem ákært var fyrir brot gegn 194. gr. hgl. Dómar Hæstaréttar voru kannaðir árin 2013 til og með ársins 2017 og dómar Landsréttar voru kannaðir tímabilið frá árinu 2018 til og með 4. nóvember 2022. Sérstök áhersla var lögð á greiningu dóma til að ná fram niðurstöðum um, hversu oft Hæstiréttur og Landsréttur sýknuðu og dæmd skilorðs- eða óskilorðsbundna refsingu svo og kanna grundvöll dómsniðurstaðna.
  Eftir að hafa greint dóma áfrýjunardómstólanna tveggja var niðurstaða höfundar sú, að með tilkomu Landsréttar hafi hlutfall skilorðsbundinna dóma aukist svo um munar og að Landsréttur gerir strangari kröfur til sönnunar á ásetning sakbornings. Hvað varðar þyngd refsinga hefur Landsdréttur ýmist haft í för með sér breytingar til góðs eða ills fyrir brotaþola. Fer það eftir því hvort ákært er fyrir brot gegn 1. eða 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ekki var marktækur munur á beitingu Landsréttar og Hæstaréttar á 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í refsiákvörðunum.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay which is named "Impact on the establishment of the national court on judgments in rape cases” has the purpose of highlighting the effects that the establishment of the national court had on court decisions in rape cases The author puts forward the following two research questions: “What impact did the establishment of the national court have on results in rape cases ?” and: “Has the application of article 70 of the penal code in rape cases changed after the establishment of the national court”.
  Intending to answer the research questions of this essay the author explored judgments of the supreme court and the national court where charges were brought under article 194 of the penal code. Judgments of the supreme court were examined in the years 2013 to and including 2017 and the judgments of the national court were examined in the period 2018 to and including the 4th of November 2022. Special emphasis was placed on the analysis of judgments in the order to reach conclusion about how often the supreme court and the national court acquit defendants and convict suspended or non-suspended sentences and additionally
  explore the court results.
  After analyzing the judgments of the two appeal courts the author concluded that the ratio of suspended judgment had increased and that the national court imposes stricter requirements on the defendant's intent to commit the crime.
  In terms of the severity of the punishments, the national court has variously entailed changes for the better or worse for the victim. It depends on whether the defendant was charged with a crime under the first or second paragraph of article 194. of the penal code. It was not a significant difference between the two appeal courts when they applied article 70. of the penal code when determining punishment.

Samþykkt: 
 • 12.1.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak áhrif tilkomu Landsréttar á dómsniðurstöður í nauðgunarmálum. pdf lokaskil.pdf844.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna