is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43254

Titill: 
  • Breytingar á sýrustigi í jarðvegi barrskóga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á sýrustigi jarðvegs í barrskógum eru fremur fáar á Íslandi og lítið er vitað um hver áhrif nýskógræktar með barrviðum eru á sýrustig í jarðvegi hérlendis. Þær takmörkuðu rannsóknir sem fyrir hendi eru leiða í ljós ólíkar niðurstöður um áhrif barrskóga á sýrustig jarðvegs. Rannsóknir erlendis sýna að barrskógar geta lækkað sýrustig jarðvegs. Lækkun sýrustigs er talið til neikvæðra og oft varanlegra umhverfisáhrifa, þar sem frjósemi jarðvegs minnkar vegna minna aðgengis að mörgum næringarefnum, auk þess sem jarðvegsgerðin tekur að breytast. Áfok frá uppfokssvæðum hefur áhrif á sýrustig þar sem áfokið er basískt og losar um katjónir sem viðhalda hærra sýrustigi jarðvegsins, meðal annars með því að taka jónrýmdarsætin í stað súrra jóna á borð við H+ og Al3+. Hærra sýrustig eykur ennfremur á stuðpúðaeiginleika jarðvegsins. Eftir því sem fjær dregur frá uppfokssvæðum gætir minni áhrifa af áfoki. Á svæðum líkt og á Vestfjörðum, þar sem áfok er lítið, er sýrustig með því lægsta sem finnst á Íslandi. Í þessari ritgerð verður fjallað um sýrustig í jarðvegi sjö barrskóga á Íslandi, þar af eru fjórir á Vestfjörðum. Skógarnir eru allir um 40-70 ára gamlir. Tekin voru jarðvegssýni innan skóga og utan þeirra til að skoða hvort breyting hafi átt sér stað á sýrustigi við gróðursetningu barrtrjáa. Niðurstöður sýna marktæka lækkun á sýrustigi í skóginum í Skarðsdal (Wilcoxon Rank Sum Test) og tölfræðipróf (Nested Anova) leiðir enn fremur í ljós marktæk áhrif landgerða (barrskógur vs. mói) á sýrustigið. Breytileiki á sýrustigi jarðvegsins innan barrskóganna á öllum rannsóknarsvæðum er talsvert meiri en utan skóganna sem bendir til þess að sýrustig sé tekið að breytast frá náttúrulegu ástandi. Mikilvægt er að auka rannsóknir á umhverfisáhrifum nýskógræktar vegna áætlana um umfangsmikla plöntun barrviða á Íslandi og þá ekki síst á sýrustig jarðvegs.

Samþykkt: 
  • 12.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2022 BS lokav Freyja_Bs_lokautgafa.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna