is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43256

Titill: 
  • Er litið framhjá fjölbreytni innan tegunda í íslenskum fjöruvistkerfum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt meginviðfangsefni vistfræði samtímans er að skrá og spá fyrir um viðbrögð tegunda við umhverfisbreytingum. Vandinn hefur verið sá að nálganir vistfræðinga um viðbrögð lífvera við breytingum í umhverfi sínu, eru oft byggðar á hugmyndafræði þar sem litið er á tegundir sem einsleitar lífeðlisfræðilegar einingar. Fjölbreytni innan tegunda, getur stuðlað að þrautseigju vistkerfa, stöðugleika innan stofna, og eykur möguleika á þróun lífverusamfélaga (e. dynamics of the eco-development community). Að taka ekki með inn í myndina mismunandi staðbundin afbrigði tegunda, leiðir til ónákvæmni í viðbragðsspám sem verður til þess að verndaráætlanir verða ómarkvissari og gætu leitt til alvarlegrar stöðu mikilvægra vistkerfa. Í þessu verkefni voru gögn úr vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands um fjöruvist og dreifingu fjörulífvera, skoðuð og borin saman við gögn um umhverfisþætti sem hafa áhrif á fjöruvist lífvera. Niðurstöður voru bornar saman við erlendar rannsóknir á fjölbreytileika innan tegunda fjörulífvera. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að fjölbreytni innan tegunda í íslenskum fjöruvistkerfum sé til staðar. Vísbendingar þess efnis kalla á frekari rannsóknir á fjölbreytni innan tegunda og mögulega þarf að uppfæra verndaráætlanir vistkerfa hér við land með tilliti til þessa. Þannig geti Íslendingar staðið enn betur við alþjóðlegar skuldbindingar sínar hvað varðar sjálfbæra nýtingu og verndun viðkvæmra vistkerfa hér við land.

Samþykkt: 
  • 12.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2022 BS lokav Marino Muggur Er_litið_framhjá_fjölbreytni_innan_tegunda_í_íslenskum_fjöruvistkerfum.pdf957.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna