is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43257

Titill: 
  • Endalok eða endurnýjun Bæjarstaðarskógar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um stöðuna sem upp er komin í Bæjarstaðarskógi. Þar eru elstu torfur skógarins búnar að ná háum aldri og þar farnar að verða umfangsmiklar skemmdir sökum vinds á síðastlðnum árum. Gerð var drónakönnun á svæðinu og upprétt loftmynd til að meta trjáfallið með fjarkönnun. Síðan var farið inn í skóginn og gerð vettvangsrannsókn til að taka út raunverulegt trjáfall og skemmdir. Niðurstöður voru svo bornar saman til að kanna áreiðanleika fjarkönnunarinnar. Einnig var gerð könnun á þéttleika og samsetningu botngróðurs í föllnum rjóðrum og samanburðarreitum. Helstu niðurstöður voru að fjarkönnun var gott tæki til að meta fjölda fallinna dauðra trjáa en þar fékkst jákvætt samband með aðhvarfsstuðul upp á 0,98. Með uppfærðum útreikningum á þessum niðurstöðum kom í ljós að um 9% fullvaxinna trjáa í skóginum hefur drepist á síðastliðnum 6 árum og tæpur þriðjungur þeirra skemmst. Niðurstöður varðandi endunýjun voru þær að sjáfsáning er afar sjaldgæf en um helmingur fallinna trjáa er að endurnýja sig kynlaust. Sjáfsáning var aðeins sýnileg þar sem grunnflötur standandi trjáa var minnstur eða 4m²/ha. Samkvæmt rannsókn þessari mun Bæjarstaðarskógur áfram standa á þeim stað sem hann er með einhverjum hætti um ókomin ár. Frekari rannsókna er þó þörf bæði í Bæjarstaðarskógi og einnig á öðrum gömlum birkiskógum sem standa frammi fyrir sömu þróun á næstu árum.

Samþykkt: 
  • 12.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2022 BS lokav Björg Sigurjónsdottir.pdf3.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna