is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43258

Titill: 
  • Aðstandendur geðfatlaðra: Úrræði og aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir upplifanir aðstandenda geðfatlaðra og hvaða fræðsla og úrræði standa þeim til boða. Geðfötlun hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn, heldur á allt fjölskyldukerfið. Aðstandendur veita oft ættingjum óformlega þjónustu eða aðstoð vegna geðfötlunar. Þörf er á ákveðnu endurskipulagi innan fjölskyldunnar þegar fjölskyldumeðlimur greinist með geðfötlun. Oft bera aðstandendur ábyrgðina af því að hjálpa veikum fjölskyldumeðlimum með geðfötlun. Aðstandendur geta upplifað eðlileg sorgarviðbrögð og farið í gegnum sorgarferli þegar ástvinur veikist. Börn eiga það til að taka á sig mikla ábyrgð sem þeim er almennt ekki ætlað að sinna. Samþætting ábyrgðar á aðstandendum við eigin þarfir reynist börnum oft erfið og getur ógnað heilsu og velferð þeirra. Seigla vísar til hæfni barna eða ungmenna að aðlagast og þroskast á farsælan hátt þrátt fyrir mótlæti í æsku. Mikilvægt er að veita aðstandendum upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fræðslu er ábótavant og fá aðstandendur oft ófullnægjandi aðstoð. Í mörgum tilfellum þurfa aðstandendur að leita sér sjálfir aðstoðar. Þeir geta leitað til félagsþjónustu sveitarfélaga, heilsugæslunnar eða heimilislæknis, til sjálfstæðra meðferðaraðila eins og sálfræðinga og félagsráðgjafa. Skortur er á stuðningi og úrræðum frá heilbrigðisþjónustu við börn. Okkar heimur býður upp á fjölskyldusmiðjur fyrir börn og ungmenni, ásamt foreldri sínu, sem glímir við geðrænan vanda. Fjölskyldubrú er annað úrræði fyrir börn og foreldra þeirra þar sem fagaðili hjálpar foreldrum að ræða við börn sín um aðstæður sínar og geðrænan vanda. Hlutverk félagsráðgjafa er að fræða um mögulegar aðstæður, og atvik og hvernig er hægt að bregðast við á viðeigandi hátt. Félagsráðgjafar aðstoða við félagsleg réttindi, úrræði og þann stuðning sem gæti nýst hverri fjölskyldu í senn.

Samþykkt: 
  • 12.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-GuðnýHrönn-LOKs.pdf490.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma skil.pdf46.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF