Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4326
Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna upplifun kvenna af atvinnuleysi og atvinnuleit í kjölfar þess efnahagshruns sem varð á Íslandi árið 2008. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast dýpri skilning á atvinnuleysi meðal kvenna og ljá þátttakendum rödd. Tekin voru viðtöl við fimm konur sem höfðu misst vinnuna og voru í atvinnuleit. Leitað var svara við því hvernig atvinnuleysið er tilkomið, hvernig þær hafa tekist á við það og reynslu þeirra af atvinnuleit. Þá var spurt hvort þær væru að nýta sér einhver úrræði og hvað þeim finnst að betur mætti fara í samskiptum við atvinnuleitendur. Einnig var rætt við fagfólk sem kemur að málefnum atvinnuleitenda og beitt þátttökuathugunum. Niðurstöðurnar benda til þess að atvinnuleysi og atvinnuleit sé erfið reynsla. Í huga þátttakenda var ýmislegt sem betur má fara í samskiptum við atvinnuleitendur af hálfu atvinnurekenda, vinnumiðlana og Vinnumálastofnunar. Einnig hvað varðar skipulag úrræða og stuðning við atvinnuleitendur. Konurnar hafa allar upplifað tímabil atvinnuleysis áður og tekist á við það með ýmsum hætti. Núverandi atvinnuleysi reyna þær að líta jákvæðum augum og þrátt fyrir að það hafi verið erfið upplifun hafa þær náð að snúa því upp í tækifæri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
kek_fixed.pdf | 483.17 kB | Lokaður | Heildartexti |