Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4327
Þessi ritgerð fjallar um greinarmuninn á rökhæfingum og raunhæfingum og gagnrýni bandaríska heimspekingsins Willards Van Orman Quine á þann greinarmun, með sérstakri áherzlu á greinina „Two Dogmas of Empiricism” og þá ásökun um hringrök (e. circularity charge) sem Quine telur sig sjá í skilgreiningum á rökhæfingum.
Jafnframt verður fjallað um andsvör Hans-Johans Glock og þeirra P.F. Strawsons og H. Grice við gagnrýni Quines. Verður því haldið fram að hægt sé að samræma gagnrýni Glocks afstöðu Quines en að erfiðara sé fyrir Quine að standast áhlaup Strawsons og Grice. Á hinn bóginn sé það ekki vegna þess að afstaða Quines hafi innbyggða veikleika, heldur vegna þess að hún sé einungis sannfærandi fyrir þá sem samþykkja aðra þætti í heimspeki Quines, og þá einkum og sér í lagi efasemdir hans um hvort inntækar skýringar séu nothæfar í heimspeki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Asgeir_fixed.pdf | 389.75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |