Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43274
Ungir foreldrar hafa ávalt verið til í samfélögum heimsins en þó þessi
samfélagshópur fari hratt minnkandi er mikilvægt að hlúa vel að þessum
einstaklingum . Með tilkomu lengri skólagöngu, kynheilbrigðistefnu og með auknu forvarnarstarfi hefur tekist að fækka ótímabærum þungunum til muna. Þó vel hafi tekist til fæðast börn ólögráða foreldrum ár hvert og því mikilvægt að upplýsingar og þjónusta sé aðgengileg.
Í þessari ritgerð verður fjallað um ungmenni, ótímabærar þunganir, ólögráða foreldra og skoðað hvaða félagslegu úrræði standa þeim til boða. Fram kemur að unglingsárin eru mótandi ár í lífi hvers einstaklings þar sem mikill þroski á sér stað og mótun sjálfsmyndar tekur stökk. Samkvæmt rannsóknum byrja íslensk ungmenni fyrr að stunda kynlíf en ungmenni í nágrannalöndunum og sama má segja um tíðni þegar kemur að ótímabærum þungunum hjá ólögráða einstaklingum. Niðurstöður benda til að aðgengi að upplýsingum um fræðsluefniog þjónustu fyrir þennan hóp sé ábótavant og brýnt sé að huga að þessum litla en viðkvæma málaflokk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hah105_Hafdís_BAritgerð.pdf | 451,01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
hah105_Hafdis_yfirlýsing.pdf | 296,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |