Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4329
Í ritgerðinni er leitast við að skilgreina hugtakið mansal og birtingamyndir þess. Flestir þolendur mansals eru konur og börn sem starfa í kynlífsiðnaði, er því lögð áhersla á að mansal sé kynbundið fyrirbæri. Skoðað eru viðhorf stjórnvalda til jafnréttishugtaksins, og hvort það hafi áhrif á baráttu þeirra gegn mansali. Notast er við helstu sáttmála alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn mansali, Palermó-bókun Sameinuðu þjóðanna og samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Sérstakri athygli er beint að úrræðum fyrir þolendur mansals. Samanburður er gerður á Noregi og Íslandi, skoðað er umfang mansals, viðhorf almennings, aðgerðir yfirvalda og úrræði sem í boði eru fyrir þolendur mansals. Áhersla er lögð á hvernig Ísland og Noregur standa gagnvart alþjóðasáttmálum, hvaða úrræði eru í boði fyrir þolendur mansals, og hvort þau úrræði séu fullnægjandi. Við gerð ritgerðar var stuðst við opinber gögn, skýrslur og fræðigreinar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK_fixed.pdf | 452.11 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
sniðmát BA fss nýtt.pdf | 121.03 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |